Viðskipti erlent

Metsekt vegna gagnaleka hjá British Airways

Kjartan Kjartansson skrifar

Breska flugfélagið British Airways á yfir höfði sér metsekt upp á rúmar 183 milljónir punda, jafnvirði tæpra 29 milljarða króna, eftir að hakkarar stálu persónuupplýsingum um hálfa milljón farþega af vefsíðu þess í fyrra. Persónuverndaryfirvöld segja að öryggisráðstöfunum á vefsíðu flugfélagsins hafi verið verulega ábótavant.

Sektin nemur um 1,5% af veltu British Airways á heimsvísu árið 2017, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Flugfélagið ætlar að áfrýja sektinni sem byggir á nýrri persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem tók gildi í fyrra. Samkvæmt þeim er hægt að sekta fyrirtæki um allt að 4% af veltu þeirra fyrir brot á reglunum.

Hakkararnir beindi umferð frá vefsíðu British Airways yfir á síðu sem var látin líta út eins og vefsíða flugfélagsins. Þar nörruðu þeir fólk til að gefa upp upplýsingar um sig, greiðslukort og heimilisfang.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.