Viðskipti erlent

Indverskir iPhone loks á markað

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Maður gengur fram hjá auglýsingu fyrir Iphone X.
Maður gengur fram hjá auglýsingu fyrir Iphone X. Vísir/EPA
Búist er við því að fyrstu iPhone-símarnir frá Apple sem framleiddir eru í verksmiðju Foxconn á Indlandi komi á markað þar í landi í næsta mánuði. Þetta hafði Reuters eftir heimildum sínum í gær.

Með því að framleiða síma á Indlandi vonast Apple til þess að geta lækkað verðið á tækjum sem þar eru seld. Símarnir eru eftirsóttir á Indlandi en sökum þess hversu dýrir þeir eru fyrir meðalneytandann hefur Apple ekki nema um eins prósents markaðshlutdeild.

Nú þegar sala Apple-síma og annarra dregst saman er Indlandsmarkaður afar mikilvægur. Ein af stóru ástæðunum fyrir þessum samdrætti er sú að sala nýrra snjallsíma í Kína hefur dregist saman undanfarin misseri. Nú þegar kínverski snjallsímamarkaðurinn stækkar ekki eins ört er horft til næstfjölmennasta ríkis heims, Indlands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×