Viðskipti erlent

Indverskir iPhone loks á markað

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Maður gengur fram hjá auglýsingu fyrir Iphone X.
Maður gengur fram hjá auglýsingu fyrir Iphone X. Vísir/EPA
Búist er við því að fyrstu iPhone-símarnir frá Apple sem framleiddir eru í verksmiðju Foxconn á Indlandi komi á markað þar í landi í næsta mánuði. Þetta hafði Reuters eftir heimildum sínum í gær.Með því að framleiða síma á Indlandi vonast Apple til þess að geta lækkað verðið á tækjum sem þar eru seld. Símarnir eru eftirsóttir á Indlandi en sökum þess hversu dýrir þeir eru fyrir meðalneytandann hefur Apple ekki nema um eins prósents markaðshlutdeild.Nú þegar sala Apple-síma og annarra dregst saman er Indlandsmarkaður afar mikilvægur. Ein af stóru ástæðunum fyrir þessum samdrætti er sú að sala nýrra snjallsíma í Kína hefur dregist saman undanfarin misseri. Nú þegar kínverski snjallsímamarkaðurinn stækkar ekki eins ört er horft til næstfjölmennasta ríkis heims, Indlands.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,71
3
4.194
ICESEA
0,12
1
4.758
ICEAIR
0
6
1.161
ARION
0
1
322
HEIMA
0
1
219

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,57
4
50.867
REGINN
-1,21
2
2.455
SIMINN
-0,92
1
1.201
EIK
-0,88
1
61.020
HAGA
-0,4
2
2.323
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.