Viðskipti erlent

Boeing styrkir um 12 milljarða

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá slysstað í Keníu.
Frá slysstað í Keníu. Fréttablaðið/EPA
Bandaríski flugvélarisinn Boeing ætlar að nýta að minnsta kosti helminginn af sjóði sínum fyrir fórnarlömb flugslysa tveggja Boeing 737 MAX-véla til þess að styðja fjölskyldur þeirra sem létust. Þetta sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær.

Sjóðurinn nemur alls hundrað milljónum Bandaríkjadala, andvirði um 12,5 milljarða króna, og er hinn beini fjárstuðningur því fimmtíu milljónir dala hið minnsta. Fyrirtækið greindi frá því fyrr í mánuðinum að það ætlaði að gefa milljónirnar til ríkisstjórna og óháðra félagasamtaka á svæðinu yfir nokkurra ára skeið til þess að hjálpa fjölskyldunum og samfélögunum sem slysin tvö bitnuðu á.

Fyrra slysið varð í október þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhaf með þeim afleiðingum að allir 189 um borð fórust. Seinna slysið varð þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði í Keníu og allir 157 um borð fórust.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×