Viðskipti erlent

Erfið staða hjá Netflix

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ýmsir eru með þetta app í símanum.
Ýmsir eru með þetta app í símanum. Nordicphotos/AFP

Bandaríska streymisveitan Netflix birti í fyrrinótt fjórðungsskýrslu sína og hafa tæknimiðlar vestan hafs í greiningum sínum sagt hana sýna svarta, eða að minnsta kosti gráa, stöðu hjá fyrirtækinu. „Niðurstöðurnar eru hamfarakenndar,“ sagði til að mynda í umfjöllun The Verge í gær.

Fyrirtækið tapaði í fyrsta skipti markverðum fjölda áskrifenda í Bandaríkjunum. Þeim fækkaði um 130.000 á öðrum ársfjórðungi. Þá var vöxtur á heimsvísu helmingi minni en fyrirtækið hafði spáð, 2,7 milljónir í stað fimm milljóna.

Virði hlutabréfa í Netflix tók dýfu í kjölfar þess að skýrslan var birt. Fór úr 362,44 Bandaríkjadölum við lokun markaða á miðvikudag og niður í 321,41 Bandaríkjadal í gær.

Reed Hastings forstjóri sagði skýringuna á þessum vonbrigðaniðurstöðum felast einkum í afleiðingum verðhækkana og skorti á nýju efni. „Við teljum að samkeppni hafi ekki verið þáttur þar sem það varð engin raunveruleg breyting á samkeppnisumhverfinu á fjórðungnum,“ sagði í bréfi til hluthafa.

Ef til vill má þó skrifa samdráttinn í Bandaríkjunum að einhverju leyti á aukna samkeppni. WarnerMedia, Disney og Apple eru öll að setja í loftið streymisveitur og þá hefur Amazon veitt Netflix samkeppni hingað til.

Blikur eru á lofti þegar horft er til framtíðar. Netflix mun á næstunni missa afar vinsæla þætti á borð við Friends og The Office til keppinauta. Óvíst er hvaða áhrif það mun hafa. 


Tengdar fréttir

Netflix hækkar áskriftarverð

Netflix hækkar mánaðarlegt áskriftarverð á tveimur verðflokkum af þremur frá og með morgundeginum og verður hækkunin innifalin í næsta gjalddaga áskrifenda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.