Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 11:00 Vél ALC sem WOW air hafði á leigu og Isavia kyrrsetti vegna skulda flugfélagsins fór af landi brott í morgun. vísir/vilhelm Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. Þar verður hún útbúin fyrir næsta verkefni að sögn Odds Ástráðssonar lögmanns ALC. Aðspurður hvort búið sé að leigja vélina út segist hann ekki vita til þess að búið sé að ganga endanlega frá því hvert næsta verkefni verður. Hins vegar hafi verið búið að leigja hana út á sínum tíma og semja um það við WOW air áður en flugfélagið fór í gjaldþrot að þotan færi í annað verkefni. „En það þurfti að vinda ofan af þeim samningum þar sem það var óvissa um það hvenær þotan yrði laus,“ segir Oddur.„Isavia þarf að endurskoða sín vinnubrögð“ Hann segir næstu skref í málinu hvað varðar ALC vera þau að taka utan um það hvert tjón félagsins er vegna þvingunaraðgerða Isavia. „Og eftir atvikum taka ákvörðun um að sækja það tjón í skaðabótamáli gegn Isavia.“ Oddur segir ekki liggja fyrir endanleg samantekt á því hvað tjónið er en miðað við þær forsendur sem núna liggja fyrir virðist það vera vel á annað hundrað milljónir króna. Það er umtalsvert hærri fjárhæð en sú sem ALC þurfti að greiða Isavia samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness en það voru 87 milljónir króna. Spurður út í fordæmisgildi þessa máls segir Oddur að í sínum huga sé að minnsta kosti tvennt alveg ljóst. „Það er í fyrsta lagi að Isavia þarf að endurskoða sín vinnubrögð. Í öðru lagi það að íslensk stjórnvöld og löggjafinn þurfa að taka til endurskoðunar þær heimildir sem Isavia hefur til að þvinga fram greiðslu á notendagjöldum, bæði hvað varðar umfang þeirra og til hverra þær taka og hvernig þeim skuli beitt, og þó fyrr hefði verið,“ segir Oddur. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. Þar verður hún útbúin fyrir næsta verkefni að sögn Odds Ástráðssonar lögmanns ALC. Aðspurður hvort búið sé að leigja vélina út segist hann ekki vita til þess að búið sé að ganga endanlega frá því hvert næsta verkefni verður. Hins vegar hafi verið búið að leigja hana út á sínum tíma og semja um það við WOW air áður en flugfélagið fór í gjaldþrot að þotan færi í annað verkefni. „En það þurfti að vinda ofan af þeim samningum þar sem það var óvissa um það hvenær þotan yrði laus,“ segir Oddur.„Isavia þarf að endurskoða sín vinnubrögð“ Hann segir næstu skref í málinu hvað varðar ALC vera þau að taka utan um það hvert tjón félagsins er vegna þvingunaraðgerða Isavia. „Og eftir atvikum taka ákvörðun um að sækja það tjón í skaðabótamáli gegn Isavia.“ Oddur segir ekki liggja fyrir endanleg samantekt á því hvað tjónið er en miðað við þær forsendur sem núna liggja fyrir virðist það vera vel á annað hundrað milljónir króna. Það er umtalsvert hærri fjárhæð en sú sem ALC þurfti að greiða Isavia samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness en það voru 87 milljónir króna. Spurður út í fordæmisgildi þessa máls segir Oddur að í sínum huga sé að minnsta kosti tvennt alveg ljóst. „Það er í fyrsta lagi að Isavia þarf að endurskoða sín vinnubrögð. Í öðru lagi það að íslensk stjórnvöld og löggjafinn þurfa að taka til endurskoðunar þær heimildir sem Isavia hefur til að þvinga fram greiðslu á notendagjöldum, bæði hvað varðar umfang þeirra og til hverra þær taka og hvernig þeim skuli beitt, og þó fyrr hefði verið,“ segir Oddur.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26 Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Héraðsdómur úrskurðar ALC í hag Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli bandaríska leigufélagsins ALC gegn Isavia. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að Isavia hafi einungis verið heimilt að kyrrsetja þotuna TF-GPA, sem ALC hafði leigt til WOW air, vegna skulda sem hvíldu á þotunni, en ekki vegna heildarskulda WOW air við Isavia. 17. júlí 2019 10:26
Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. 18. júlí 2019 11:04
Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54