Formaður HSÍ: Málið strandar ekki á þarfagreiningu frá HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2019 07:30 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, og Axel Stefánsson, þjálfari kvennalandsliðsins. vísir/stefán Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, er ekkert allt of sáttur við svör mennta- og menningarmálaráðherra í Reykjavík síðdegis varðandi framgang nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í þættinum að sérsamböndin þyrftu að vinna þarfagreiningu, ræða svo við viðkomandi sveitarfélag og vinna svo umsókn í gegnum ÍSÍ sem síðan yrði send ráðuneytinu. Ráðuneytið gæti ekki gert neitt fyrr en sú umsókn væri komin.HSÍ er ekki að fara að byggja þjóðarleikvang „Við höfum verið að þrýsta á þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir og það liggur fyrir að við erum ekki að fara að byggja neitt hús sjálfir. Það liggur alveg fyrir hvaða kröfur liggja til þeirra íþróttahúsa sem þurfa að hýsa landsleiki. Það hefur verið reynt að vinna að umbótum á Laugardalshöll til þess að uppfylla þær kröfur,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. „Að halda því fram að málið strandi á því að við höfum ekki gert þarfagreiningu er alrangt. Við höfum verið að kalla eftir því við stjórnvöld að fá svör við því hvernig þau vilja koma að byggingu nýrrar þjóðarhallar. Til að hægt sé að koma vinnu við nýtt hús af stað þá þarf að vita hug ríkisvaldsins en ekki að ríkisvaldið skýli sér á bak við reglugerð sem þeir sömdu eftir að okkar beiðni kom inn. Þetta snýst ekki um samþykki fyrir húsi heldur hvort ríkið sé til í að koma að þessu máli. Þannig vinnur maður sig áfram. Ef ríkisvaldið segir nei þá er málið líklega alveg stopp.“Úr landsleik í Laugardalshöll.vísir/vilhelmFormaðurinn segir að biðin eftir svörum frá ríkisvaldinu um þetta málefni sé að verða ansi löng. „Við höfum fundað og fengið jákvæð viðbrögð en aldrei fengið nein bein svör. Ég hef átt góðan og jákvæðan fund með ráðherra og veit að hún er jákvæð gagnvart verkefninu. Til að geta unnið þessa vinnu áfram þá þurfum við að fá skýrari svör. Við erum ekki að fara í neinn slag út af þessu. Þetta er bara verkefni sem þarf að vinna saman og snýst ekki um skort á þarfagreiningu frá okkur. Hún liggur fyrir í reglugerðum alþjóða handknattleikssambandanna. Fólki er kunnugt um þessar kröfur sem eru svo alltaf að aukast,“ segir formaður HSÍ.Tíminn að renna út Íslandsmeistarar Selfoss fengu ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni næsta vetur þar sem ekki er til hús á Íslandi sem tekur 2.500 áhorfendur. Árið 2021 fá engin lið þátttökurétt í keppninni nema þau séu með hús sem tekur 4.000 manns í sæti. „Þetta er þróunin. Kröfurnar eru að aukast og Laugardalshöllin hefur einfaldlega ekki nægilega stóran gólfflöt til þess að uppfylla kröfur alþjóðasambanda. Við óttumst því að fá mjög fljótlega bank í öxlina varðandi okkar framtíðarmál og þá þurfum við að geta komið með svör.“ Íslenski handboltinn Íþróttir Tengdar fréttir Ráðherra segir misskilning tefja umræðu um nýjan þjóðarleikvang í handbolta Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. 28. júní 2019 21:45 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Utan vallar: Þjóðarskömmin í Laugardalnum Það virðist ekki lengur vera spurning hvort heldur hvenær landsliðin okkar í stærstu boltaíþróttunum munu þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Sá dagur er fyrsti heimaleikur Íslands í stórkeppni fer fram á erlendum vettvangi verður svartur dagur í íslenskri íþróttasögu. 25. júní 2019 11:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, er ekkert allt of sáttur við svör mennta- og menningarmálaráðherra í Reykjavík síðdegis varðandi framgang nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í þættinum að sérsamböndin þyrftu að vinna þarfagreiningu, ræða svo við viðkomandi sveitarfélag og vinna svo umsókn í gegnum ÍSÍ sem síðan yrði send ráðuneytinu. Ráðuneytið gæti ekki gert neitt fyrr en sú umsókn væri komin.HSÍ er ekki að fara að byggja þjóðarleikvang „Við höfum verið að þrýsta á þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir og það liggur fyrir að við erum ekki að fara að byggja neitt hús sjálfir. Það liggur alveg fyrir hvaða kröfur liggja til þeirra íþróttahúsa sem þurfa að hýsa landsleiki. Það hefur verið reynt að vinna að umbótum á Laugardalshöll til þess að uppfylla þær kröfur,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. „Að halda því fram að málið strandi á því að við höfum ekki gert þarfagreiningu er alrangt. Við höfum verið að kalla eftir því við stjórnvöld að fá svör við því hvernig þau vilja koma að byggingu nýrrar þjóðarhallar. Til að hægt sé að koma vinnu við nýtt hús af stað þá þarf að vita hug ríkisvaldsins en ekki að ríkisvaldið skýli sér á bak við reglugerð sem þeir sömdu eftir að okkar beiðni kom inn. Þetta snýst ekki um samþykki fyrir húsi heldur hvort ríkið sé til í að koma að þessu máli. Þannig vinnur maður sig áfram. Ef ríkisvaldið segir nei þá er málið líklega alveg stopp.“Úr landsleik í Laugardalshöll.vísir/vilhelmFormaðurinn segir að biðin eftir svörum frá ríkisvaldinu um þetta málefni sé að verða ansi löng. „Við höfum fundað og fengið jákvæð viðbrögð en aldrei fengið nein bein svör. Ég hef átt góðan og jákvæðan fund með ráðherra og veit að hún er jákvæð gagnvart verkefninu. Til að geta unnið þessa vinnu áfram þá þurfum við að fá skýrari svör. Við erum ekki að fara í neinn slag út af þessu. Þetta er bara verkefni sem þarf að vinna saman og snýst ekki um skort á þarfagreiningu frá okkur. Hún liggur fyrir í reglugerðum alþjóða handknattleikssambandanna. Fólki er kunnugt um þessar kröfur sem eru svo alltaf að aukast,“ segir formaður HSÍ.Tíminn að renna út Íslandsmeistarar Selfoss fengu ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni næsta vetur þar sem ekki er til hús á Íslandi sem tekur 2.500 áhorfendur. Árið 2021 fá engin lið þátttökurétt í keppninni nema þau séu með hús sem tekur 4.000 manns í sæti. „Þetta er þróunin. Kröfurnar eru að aukast og Laugardalshöllin hefur einfaldlega ekki nægilega stóran gólfflöt til þess að uppfylla kröfur alþjóðasambanda. Við óttumst því að fá mjög fljótlega bank í öxlina varðandi okkar framtíðarmál og þá þurfum við að geta komið með svör.“
Íslenski handboltinn Íþróttir Tengdar fréttir Ráðherra segir misskilning tefja umræðu um nýjan þjóðarleikvang í handbolta Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. 28. júní 2019 21:45 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Utan vallar: Þjóðarskömmin í Laugardalnum Það virðist ekki lengur vera spurning hvort heldur hvenær landsliðin okkar í stærstu boltaíþróttunum munu þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Sá dagur er fyrsti heimaleikur Íslands í stórkeppni fer fram á erlendum vettvangi verður svartur dagur í íslenskri íþróttasögu. 25. júní 2019 11:30 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Sjá meira
Ráðherra segir misskilning tefja umræðu um nýjan þjóðarleikvang í handbolta Misskilningur milli HSÍ og ríkisins gerir það að verkum að engar viðræður hafa átt sér stað um nýjan þjóðarleikvang fyrir handbolta á Íslandi. 28. júní 2019 21:45
Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32
Utan vallar: Þjóðarskömmin í Laugardalnum Það virðist ekki lengur vera spurning hvort heldur hvenær landsliðin okkar í stærstu boltaíþróttunum munu þurfa að spila heimaleiki sína erlendis. Sá dagur er fyrsti heimaleikur Íslands í stórkeppni fer fram á erlendum vettvangi verður svartur dagur í íslenskri íþróttasögu. 25. júní 2019 11:30