Handbolti

Viktor Gísli leikur með markverði sem er 26 árum eldri en hann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor Gísli hefur feril sinn í atvinnumennsku á næsta tímabili.
Viktor Gísli hefur feril sinn í atvinnumennsku á næsta tímabili. vísir/andri marinó

Á næsta tímabili mun landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson verja mark danska liðsins GOG ásamt Søren Haagen.

Þeir tilheyra sitt hvorri kynslóðinni. Viktor Gísli er 19 ára, fæddur árið 2000, en Haagen er 45 ára, fæddur árið 1974.

Haagen skrifaði í gær undir eins árs samning við GOG. Hann þekkir vel til hjá félaginu. Hann er uppalinn hjá GOG og lék með liðinu til 1998. Á þeim tíma varð hann þrívegis danskur meistari með GOG.

Haagen gekk aftur í raðir GOG 2002 en þurfti að leggja skóna á hilluna tveimur árum síðar vegna veikinda. Eftir tíu ára hlé byrjaði Haagen svo aftur að spila fyrir GOG tímabilið 2014-15. Á síðasta tímabili lék hann með Rúnari Kárasyni og Gunnari Steini Jónssyni hjá Ribe-Esbjerg.

Haagen lék 79 leiki fyrir danska landsliðið. Sá síðasti kom 2000, sama ár og Viktor Gísli fæddist.

Auk Viktors Gísla gengur Arnar Freyr Arnarsson til liðs við GOG í sumar. Fyrir í herbúðum liðsins er Óðinn Þór Ríkharðsson.

GOG komst í úrslit um danska meistaratitilinn á síðasta tímabili en tapaði fyrir Aalborg í oddaleik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.