Viðskipti innlent

Auður Inga ráðin markaðsstjóri Advania

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Auður Inga Einarsdóttir.
Auður Inga Einarsdóttir. Advania
Auður Inga Einarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála og stafrænnar miðlunar hjá Advania. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Advania.Auður var áður forstöðumaður notendalausna fyrirtækisins og bar meðal annars ábyrgð á vefverslun Advania, innkaupum á vélbúnaði og þjónustu á sviði notendabúnaðar. Hún hóf störf sem sölustjóri hjá Advania árið 2012. Hún hefur því langa og góða reynslu hjá Advania og hefur gengt fleiri ábyrgðastöðum á þeim tíma.Þar áður starfaði Auður hjá Vodafone frá árinu 2004, síðast sem rekstrarstjóri verslana fyrirtækisins. Hún er með BS-gráðu í viðskiptafræði og meistaragráðu í forystu og stjórnun. Auður tekur við starfinu af Sesselíu Birgisdóttur og stýrir áframhaldandi uppbyggingu Advania í stafrænu sölu- og markaðsstarfi. 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,83
7
101.313
SIMINN
1,18
1
419
HAGA
0,63
1
24.100
ICEAIR
0,54
21
12.420
VIS
0,15
1
102

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
-0,39
2
4.192
REITIR
-0,29
3
10.593
TM
-0,15
3
33.668
EIK
-0,14
2
1.096
REGINN
0
1
1.644
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.