Viðskipti erlent

Endurskipulagning Deutsche Bank gæti haft í för með sér 20.000 uppsagnir

Andri Eysteinsson skrifar
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Mainhattan, viðskiptahverfi Frankfurt.
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Mainhattan, viðskiptahverfi Frankfurt. Getty/Bloomberg

Endurskipulagning innan Deutsche Bank gæti haft með sér í för að allt að 20.000 manns missi vinnuna hjá þessum stærsta banka Þýskalands. BBC greinir frá.

Endurskipulagningin er talin munu hafa mest áhrif á fjárfestingahluta bankans og sé nánar litið á málin er talið að áhrifanna muni mest gæta á skrifstofum bankans í New York og Lundúnum. Búist er við því að yfirstjórn Deutsche Bank samþykki nýtt skipulag á fundi sínum í dag.

Viðræður um samruna Deutsche Bank og Commerzbank runnu út í sandinn í apríl og hefur það haft áhrif á mögulega skipulagningu bankans.

Þýska ríkisstjórnin studdi við samruna bankana með það að markmiði að byggja upp einn sterkan aðila í bankasýslu landsins.

Stjórn beggja banka leit þó svo á málið að gallar samruna væru fleiri en kostir og hættu því viðræðum.

Um 100.000 manns starfa hjá bankanum á heimsvísu og er því mögulegt að fimmtungi starfsmanna verði sagt upp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.