Formúla 1

Hamilton hafði betur gegn Bottas og verður á rásspól

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamilton er með forystu í keppni ökuþóra í Formúlu 1.
Hamilton er með forystu í keppni ökuþóra í Formúlu 1. vísir/getty

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á rásspól í Frakklandskappakstrinum á morgun.

Hamilton hafði betur í baráttu við samherja sinn hjá Mercedes, Valtteri Bottas, í tímatökunni í dag. Hamilton var 0,29 sekúndum á undan Bottas. Hamilton var einnig á rásspól í Frakklandskappakstrinum í fyrra og vann hann.

Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Hamilton nær rásspól. Síðan hann gekk til liðs við Mercedes 2013 hefur hann 60 sinnum náð rásspól. Á sama tímabili hafa allir aðrir ökuþórar í Formúlu 1 náð rásspól 67 sinnum.


Charles Leclerc á Ferrari varð þriðji í tímatökunni og Max Verstappen á Red Bull fjórði. Lando Norris og Carlos Sainz á McLaren komu þar á eftir. Sebastian Vettel gekk allt í óhag í tímatökunni og varð sjöundi.Bein útsending frá Frakklandskappakstrinum hefst klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport á morgun.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.