Viðskipti erlent

Gengi Bitcoin í hæstu hæðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bitcoin er vinsæl rafmynt.
Bitcoin er vinsæl rafmynt. vísir/getty

Gengi rafmyntarinnar Bitcoin er nú það hæsta sem það hefur verið í fimmtán mánuði en gengið fór upp um tíu prósent um helgina.

Ein Bitcoin jafngildir nú tæplega 11 þúsund Bandaríkjadölum.

Sérfræðingar telja að þessa miklu hækkun megi rekja til aukinnar bjartsýni varðandi rafmyntir í kjölfar þess að Facebook kynnti rafmynt sína Libru í liðinni viku.

Í frétt Reuters um málið er rætt við sérfræðinginn Mati Greenspan. Hann segir að hækkun á gengi Bitcoin nú sýni að fjárfestar telji áform Facebook um sinn eigin rafgjaldmiðil vísbendingu um að fleiri stórfyrirtæki taki upp rafmyntir.

„Þeir trúa því að Libran muni gera almenning meðvitaðri um málið og sjá þetta sem hliðið sem muni opna á möguleikann að taka upp rafmyntir,“ segir Greenspan.

Aðrir sérfræðingar tengja hækkunina við tollastríð Bandaríkjanna og Kína og segja fjárfesta líta til Bitcoin sem nokkurs konar varnar gegn hruni hefðbundinna gjaldmiðla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.