Handbolti

Sjáðu hið stórkostlega mark Zvizej sem var valið mark ársins í Danmörku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Miha Zvizej er seigur.
Miha Zvizej er seigur.

Slóveninn Miha Zvizej, sem spilar með Íslendingaliði Ribe-Esbjerg, skoraði mark ársins í danska handboltanum og það ekki af ástæðulausu.

Afar frumlegur snúlli af línunni hjá Slóvenanum skeggjaða. Hann lét samt eins og hann gerði þetta á hverjum degi. Þetta mark hans fékk rúmlega 40 prósent atkvæðu í kosningu á netinu.
Mark ársins í kvennadeildinni skoraði hin hollenska Dione Housheer en hún spilar með Nyköbing. Fallegt skot í skrefinu. Það mark fékk 30 prósent atkvæða.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.