Domino's fjármagnar umhverfissjóð með bréfpokum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2019 16:09 Domino's vonast til að framtakið hafi keðjuverkandi áhrif. Fbl/EYÞÓR Domino's Pizza á Íslandi hefur ákveðið að gera breytingar á umhverfisstefnu fyrirtækisins, minnka plastnotkun í verslunum sínum samhliða því að kolefnisjafna rekstur sinn. Verslanir Domino's á Íslandi hætta alfarið að bjóða viðskiptavinum sínum plastpoka, rör og plastlok á glös frá og með 1. júlí. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í staðinn fyrir plastpoka býðst viðskiptavinum að kaupa pappírspoka á 30 kr. Allur ágóði sölunnar muni síðan renna í nýstofnaðan Umhverfissjóð Domino's sem úthlutar söfnuðum fjármunum til félaga sem starfa í þágu umhverfisverndar á Íslandi tvisvar á ári. Að sama skapi hvetur Domino's viðskiptavini sem hyggjast nota poka til að koma með fjölnota poka í verslanir fyrirtækisins. Kolefnisjöfnun Domino's verður jafnframt ýtt úr vör þann 1. júlí næstkomandi þegar fyrstu trén verða gróðursett. Í tilkynningunni segir að með þessu ætli fyrirtækið sér að kolefnisjafna akstur fyrirtækjabíla, flugferðir starfsfólks, losun úrgangs og rafmagnsnotkun fyrirtækisins. Að sama skapi muni fyrirtækið taka alla rekstrarþætti sína til „róttækrar skoðunar“ með það í huga að finna umhverfisvænni kosti þar sem þeir bjóðast. „Domino's ætlar sér að stíga frekari skref í umhverfismálum á næstu mánuðum og mun jafnframt gera þá kröfu til birgja sinna að umhverfisvænar lausnir verði notaðar þar sem þeim verður við komið. Domino's vonast til þess að þetta framtak hafi keðjuverkandi áhrif innan markaðsins en hafi fyrst og fremst hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir í tilkynningu Domino's. Neytendur Umhverfismál Veitingastaðir Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Domino's Pizza á Íslandi hefur ákveðið að gera breytingar á umhverfisstefnu fyrirtækisins, minnka plastnotkun í verslunum sínum samhliða því að kolefnisjafna rekstur sinn. Verslanir Domino's á Íslandi hætta alfarið að bjóða viðskiptavinum sínum plastpoka, rör og plastlok á glös frá og með 1. júlí. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að í staðinn fyrir plastpoka býðst viðskiptavinum að kaupa pappírspoka á 30 kr. Allur ágóði sölunnar muni síðan renna í nýstofnaðan Umhverfissjóð Domino's sem úthlutar söfnuðum fjármunum til félaga sem starfa í þágu umhverfisverndar á Íslandi tvisvar á ári. Að sama skapi hvetur Domino's viðskiptavini sem hyggjast nota poka til að koma með fjölnota poka í verslanir fyrirtækisins. Kolefnisjöfnun Domino's verður jafnframt ýtt úr vör þann 1. júlí næstkomandi þegar fyrstu trén verða gróðursett. Í tilkynningunni segir að með þessu ætli fyrirtækið sér að kolefnisjafna akstur fyrirtækjabíla, flugferðir starfsfólks, losun úrgangs og rafmagnsnotkun fyrirtækisins. Að sama skapi muni fyrirtækið taka alla rekstrarþætti sína til „róttækrar skoðunar“ með það í huga að finna umhverfisvænni kosti þar sem þeir bjóðast. „Domino's ætlar sér að stíga frekari skref í umhverfismálum á næstu mánuðum og mun jafnframt gera þá kröfu til birgja sinna að umhverfisvænar lausnir verði notaðar þar sem þeim verður við komið. Domino's vonast til þess að þetta framtak hafi keðjuverkandi áhrif innan markaðsins en hafi fyrst og fremst hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir í tilkynningu Domino's.
Neytendur Umhverfismál Veitingastaðir Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira