Formúla 1

Leclerc á ráspól og Hamilton gæti fengið refsingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Charles Leclerc keyrir fyrir Ferrari
Charles Leclerc keyrir fyrir Ferrari vísir/getty

Charles Leclerc verður á ráspól þegar Austurríkiskappaksturinn verður flautaður á í Formúlu 1 á morgun. Leclerc keyrði hraðast allra í dramatískri tímatöku í dag.

Lewis Hamilton náði öðrum besta tíma dagsins en hann gæti þó dottið aftar í röðina áður en menn verða ræstir af stað á morgun því verið er að rannsaka hegðun hans.

Hamilton á að hafa hindrað Kimi Raikkonen í fyrstu umferð tímatökunnar.

Liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Sebastian Vettel, lenti í vélarvandræðum í upphafi þriðju umferðar tímatökunnar. Hann náði ekki að klára hring í þriðju umferðinni og byrjar því tíundi á morgun.

Þetta er í annað skipti á árinu sem Leclerc nær ráspól og annar ráspóll hans á ferlinum.

Þriðji í tímatökunni varð Max Verstappen á Red Bull, en Red Bull er á heimavelli í austurríska kappakstrinum.

Stöð 2 Sport sýnir beint frá kappakstrinum á morgun, útsending hefst klukkan 12:50.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.