Viðskipti innlent

Félag Guðbjargar hagnast um liðlega milljarð króna

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Guðbjörg Matthíasdóttir útgerðarkona.
Guðbjörg Matthíasdóttir útgerðarkona. Fréttablaðið/Anton Brink
ÍV fjárfestingafélag, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, aðaleigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hagnaðist um ríflega einn milljarð króna á síðasta ári, samkvæmt nýlegum ársreikningi félagsins, og jókst hagnaðurinn um 410 milljónir króna frá fyrra ári.Hagnaður síðasta árs skýrist að mestu af áhrifum dótturfélaga fjárfestingafélagsins sem voru jákvæð um samanlagt 986 milljónir króna.Fjárfestingafélag Guðbjargar, sem fer meðal annars með 89 prósenta hlut í Ísfélagi Vestmannaeyja, átti eignir upp á 15,6 milljarða króna í lok síðasta árs en þar af er hluturinn í útgerðinni bókfærður á um 13,8 milljarða króna.Í ársreikningnum kemur auk þess fram að félagið hafi greitt móðurfélaginu, Fram, 428 milljónir króna í arð á síðasta ári borið saman við 3,3 milljarða króna árið 2017.Auk hlutarins í Ísfélagi Vestmannaeyja á fjárfestingafélagið einnig hlutabréf í meðal annars Símanum og Tryggingamiðstöðinni en félagið komst fyrr á árinu í hóp stærstu hluthafa síðastnefnda félagsins með 1,33 prósenta hlut. Fyrir átti annað félag í eigu fjölskyldunnar, Kristinn, um 1,14 prósent í tryggingafélaginu en til viðbótar eiga félög Guðbjargar hlut í félaginu í gegnum framvirka samninga hjá Íslandsbanka, eins og Markaðurinn hefur áður greint frá.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
1,35
2
18.652
EIK
0,43
1
10.425
REGINN
0
1
9.900
HAGA
0
1
14.550

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
0
1
9.900
HAGA
0
1
14.550
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.