Viðskipti innlent

ÍV töpuðu 68 milljónum

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Áframhaldandi taprekstur hjá Íslenskum verðbréfum.
Áframhaldandi taprekstur hjá Íslenskum verðbréfum. Fréttablaðið/Pjetur

Íslensk verðbréf töpuðu 68 milljónum króna í fyrra samanborið við 36 milljóna króna tap árið áður. Tapið hefði verið meira í fyrra ef félagið hefði ekki selt 20 prósenta hlut í T Plús með 52 milljóna króna hagnaði. Söluverð hlutarins var 78 milljónir króna. Miðað við það er virði hlutafjár T Plús, sem starfar á sviði bakvinnslu, 390 milljónir króna.

Eignir í stýringu drógust saman um 19 prósent, eða tæpa 22 milljarða króna, á milli ára en eignir í stýringu námu 98,5 milljörðum króna árið 2018. Rúmlega tvö þúsund einstaklingar og lögaðilar voru með fjármuni í stýringu og vörslu hjá samstæðunni.

Hreinar tekjur Íslenskra verðbréfa drógust saman um 18 prósent á milli ára og námu 576 milljónum króna. Eigið fé dróst saman um 14 prósent á milli ára og nam 415 milljónum króna við árslok. Eiginfjárhlutfallið var 17 prósent en má ekki vera lægra en átta prósent samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins eignuðust í maí helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar sameiningar fyrirtækjanna. Félagið Björg Capital, sem er í eigu Þorbjargar Stefánsdóttur, er orðið langsamlega stærsti hluthafi Íslenskra verðbréfa en Þorbjörg er eiginkona Jóhanns M. Ólafssonar, stofnanda Viðskiptahússins og nýs forstjóra Íslenskra verðbréfa. Þar á eftir koma Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, KEA, Kjálkanes, Maritimus Investors og Kaldbakur, hver um sig með 4,99 prósenta hlut. – hvj


Tengdar fréttir

Eignast helming í Íslenskum verðbréfum

Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins hafa eignast helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar kaupa síðarnefnda fyrirtækisins á því fyrrnefnda. Öllum skilyrðum fyrir kaupunum hefur verið fullnægt og var gengið endanlega frá þeim í byrjun vikunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.