Viðskipti innlent

ÍV töpuðu 68 milljónum

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Áframhaldandi taprekstur hjá Íslenskum verðbréfum.
Áframhaldandi taprekstur hjá Íslenskum verðbréfum. Fréttablaðið/Pjetur
Íslensk verðbréf töpuðu 68 milljónum króna í fyrra samanborið við 36 milljóna króna tap árið áður. Tapið hefði verið meira í fyrra ef félagið hefði ekki selt 20 prósenta hlut í T Plús með 52 milljóna króna hagnaði. Söluverð hlutarins var 78 milljónir króna. Miðað við það er virði hlutafjár T Plús, sem starfar á sviði bakvinnslu, 390 milljónir króna.Eignir í stýringu drógust saman um 19 prósent, eða tæpa 22 milljarða króna, á milli ára en eignir í stýringu námu 98,5 milljörðum króna árið 2018. Rúmlega tvö þúsund einstaklingar og lögaðilar voru með fjármuni í stýringu og vörslu hjá samstæðunni.Hreinar tekjur Íslenskra verðbréfa drógust saman um 18 prósent á milli ára og námu 576 milljónum króna. Eigið fé dróst saman um 14 prósent á milli ára og nam 415 milljónum króna við árslok. Eiginfjárhlutfallið var 17 prósent en má ekki vera lægra en átta prósent samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins eignuðust í maí helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar sameiningar fyrirtækjanna. Félagið Björg Capital, sem er í eigu Þorbjargar Stefánsdóttur, er orðið langsamlega stærsti hluthafi Íslenskra verðbréfa en Þorbjörg er eiginkona Jóhanns M. Ólafssonar, stofnanda Viðskiptahússins og nýs forstjóra Íslenskra verðbréfa. Þar á eftir koma Stapi lífeyrissjóður, Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar, KEA, Kjálkanes, Maritimus Investors og Kaldbakur, hver um sig með 4,99 prósenta hlut. – hvj

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Eignast helming í Íslenskum verðbréfum

Fyrrverandi eigendur Viðskiptahússins hafa eignast helmingshlut í Íslenskum verðbréfum í kjölfar kaupa síðarnefnda fyrirtækisins á því fyrrnefnda. Öllum skilyrðum fyrir kaupunum hefur verið fullnægt og var gengið endanlega frá þeim í byrjun vikunnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.