Viðskipti innlent

Lána Mörkinni 1.600 milljónir til nýbyggingar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Íbúðir Grundar Markarinnar fyrir 60 ára og eldri eru á Suðurlandsbraut.
Íbúðir Grundar Markarinnar fyrir 60 ára og eldri eru á Suðurlandsbraut.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Grund Mörkin ehf. hafa undirritað samkomulag um langtíma fjármögnun á íbúðum félagsins.

Að því er kemur fram í tilkynningu veitir Lífeyrissjóður verzlunarmanna Grund Mörkinni 1.600 milljóna króna lán sem eru tryggð með veðum í íbúðum félagsins. Lánin eru til 30 ára og sögð með hagstæðari vöxtum en eldri lán frá árinu 2010. Centra Fyrirtækjaráðgjöf veitti ráðgjöf við fjármögnunina.

„Grund Mörkin er einkahlutafélag í eigu dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Félagið er með 78 íbúðir fyrir 60 ára og eldri við Suðurlandsbraut 58-62 og hefur verið með þann rekstur frá árinu 2010. Mikil eftirspurn er eftir íbúðum fyrir 60 ára og eldri og er langur biðlisti eftir íbúðum hjá félaginu,“ segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×