Viðskipti innlent

Lána Mörkinni 1.600 milljónir til nýbyggingar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Íbúðir Grundar Markarinnar fyrir 60 ára og eldri eru á Suðurlandsbraut.
Íbúðir Grundar Markarinnar fyrir 60 ára og eldri eru á Suðurlandsbraut.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Grund Mörkin ehf. hafa undirritað samkomulag um langtíma fjármögnun á íbúðum félagsins.

Að því er kemur fram í tilkynningu veitir Lífeyrissjóður verzlunarmanna Grund Mörkinni 1.600 milljóna króna lán sem eru tryggð með veðum í íbúðum félagsins. Lánin eru til 30 ára og sögð með hagstæðari vöxtum en eldri lán frá árinu 2010. Centra Fyrirtækjaráðgjöf veitti ráðgjöf við fjármögnunina.

„Grund Mörkin er einkahlutafélag í eigu dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Félagið er með 78 íbúðir fyrir 60 ára og eldri við Suðurlandsbraut 58-62 og hefur verið með þann rekstur frá árinu 2010. Mikil eftirspurn er eftir íbúðum fyrir 60 ára og eldri og er langur biðlisti eftir íbúðum hjá félaginu,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.