Viðskipti innlent

Incrementum með 800 milljóna hlut í Reitum

Hörður Ægisson skrifar
Reitir er stærta fasteignafélag landsins.
Reitir er stærta fasteignafélag landsins. FBL/Eyþór

Fjárfestingafélagið Incrementum, sem var stofnað fyrr á árinu af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, er komið með um 1,4 prósenta eignarhlut í Reitum, stærsta fasteignafélagi landsins, sem er metinn á um liðlega 800 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa félagsins. Samkvæmt nýlega uppfærðum hluthafalista Reita er Incrementum því fimmtándi stærsti hluthafi félagsins.

Félagið, sem er með vel á annan milljarð króna í hlutafé, hefur einnig verið að fjárfesta í Kviku banka en í lok síðasta mánaðar, eins og áður hefur verið greint frá í Markaðinum, var Incrementum skráð fyrir tæplega 1,1 prósents hlut í bankanum.

Incrementum hóf starfsemi í vor en félagið mun fjárfesta í skráðum félögum í Kauphöllinni. Hluthafahópurinn samanstendur af fjársterkum einkafjárfestum og Kviku en eignarhlutur bankans í félaginu nemur um sjö prósentum. Stofnendurnir þrír eru eigendur að ráðgjafarfyrirtækinu Akrar Consult en þeir störfuðu allir saman hjá Landsbanka Íslands á árunum fyrir fall fjármálakerfisins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,27
1
458
SIMINN
2,25
25
930.473
BRIM
1,39
2
349
MAREL
1,38
24
571.432
REITIR
1,22
3
123.480

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-1,59
3
186.188
TM
-0,63
1
712
KVIKA
0
4
5.881
ICEAIR
0
15
58.432
EIK
0
2
51.510
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.