Krónan tekur upp sykurreyrpoka og hættir með smápoka úr plasti Sylvía Hall skrifar 1. júní 2019 18:34 Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdarstjóri Krónunnar. Frá og með 1. júní munu allar verslanir Krónunnar hætta að selja hefðbundna plastburðarpoka í verslunum sínum og í þeirra stað er nú boðið upp á burðarpoka úr sykurreyr. Þá munu smápokar sem hafa fengist gefins við kassa verða teknir úr umferð. Í fréttatilkynningu segir að Krónan vilji sýna frumkvæði í þessum efnum. Ný löggjöf sem bannar verslunum að afhenda plastpoka án endurgjalds tekur gildi síðar í sumar en Krónan vill sýna frumkvæði og taka hefðbundið plast strax úr umferð. „Það er markmið Krónunnar að setja umhverfismálin í forgang í allri okkar starfsemi og því lögðumst við í talsverða rannsóknarvinnu í samráði við sérfræðinga í umhverfisvernd til að tryggja að við myndum velja bestu leiðina í vali á burðarpokum,“ er haft eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdarstjóra Krónunnar í fréttatilkynningu. Þá kemur fram að Krónan hafi valið sykurreyrpokana eftir að hafa litið til þátta á borð við kolefnisfótspors, framleiðsluaðferða, burðarþols, fjölnotaeiginleika og hversu auðvelt sé að endurvinna þá. Sykurreyrpokarnir eru úr svokölluðu „grænu plasti“ sem er gætt sömu eiginleikum og hefðbundið plast. Pokarnir eru framleiddir í Brasilíu og er nánast eingöngu rigningarvatn notað til vökvunar á sykurreyrnum. Þá er hliðarafurð úr sykurreyrsvinnslunni notuð sem áburður við ræktun og því um sjálfbæra framleiðslu að ræða. Neytendur Umhverfismál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Frá og með 1. júní munu allar verslanir Krónunnar hætta að selja hefðbundna plastburðarpoka í verslunum sínum og í þeirra stað er nú boðið upp á burðarpoka úr sykurreyr. Þá munu smápokar sem hafa fengist gefins við kassa verða teknir úr umferð. Í fréttatilkynningu segir að Krónan vilji sýna frumkvæði í þessum efnum. Ný löggjöf sem bannar verslunum að afhenda plastpoka án endurgjalds tekur gildi síðar í sumar en Krónan vill sýna frumkvæði og taka hefðbundið plast strax úr umferð. „Það er markmið Krónunnar að setja umhverfismálin í forgang í allri okkar starfsemi og því lögðumst við í talsverða rannsóknarvinnu í samráði við sérfræðinga í umhverfisvernd til að tryggja að við myndum velja bestu leiðina í vali á burðarpokum,“ er haft eftir Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdarstjóra Krónunnar í fréttatilkynningu. Þá kemur fram að Krónan hafi valið sykurreyrpokana eftir að hafa litið til þátta á borð við kolefnisfótspors, framleiðsluaðferða, burðarþols, fjölnotaeiginleika og hversu auðvelt sé að endurvinna þá. Sykurreyrpokarnir eru úr svokölluðu „grænu plasti“ sem er gætt sömu eiginleikum og hefðbundið plast. Pokarnir eru framleiddir í Brasilíu og er nánast eingöngu rigningarvatn notað til vökvunar á sykurreyrnum. Þá er hliðarafurð úr sykurreyrsvinnslunni notuð sem áburður við ræktun og því um sjálfbæra framleiðslu að ræða.
Neytendur Umhverfismál Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira