Formúla 1

Hamilton: Ég get haldið áfram næstu fimm árin

Bragi Þórðarson skrifar
Hamilton segist ætla að halda áfram í Formúlunni svo lengi sem hann sé að skemmta sér.
Hamilton segist ætla að halda áfram í Formúlunni svo lengi sem hann sé að skemmta sér. Getty

Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, hefur unnið fjórar af sex keppnum ársins. Bretinn leiðir heimsmeistaramót ökuþóra og stefnir á sinn sjötta titil.

Michael Schumacher er sigursælasti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 með sjö titla og 91 sigur. Hamilton vantar tvo titla og 14 sigra til að jafna met þýska meistarans.

,,Michael hætti að keppa 38 ára, ég er 33 ára og get alveg séð fyrir mér að vera í fimm ár í viðbót´´ sagði Hamilton er hann var spurður um framtíðina.

Hamilton var gestur í spjallþætti David Letterman á Netflix og bætti við að svo lengi sem hann sé að skemmta sér mun hann halda áfram í Formúlunni.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.