Arkþing verður hluti af Nordic Office of Architecture Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2019 11:10 Eskild Andersen, arkitekt og forstjóri Nordic - office of Architecture, ásamt eigendum og stofnendum Arkþings. Arkþing Arkitektastofan Arkþing hefur sameinast einni stærstu arkitektastofu á Norðurlöndunum, Nordic – office of Architecture. Samningur þessa efnis var undirritaður 1. júní síðastliðinn. Nordic er norsk arkitektastofa með starfsemi í Noregi, Danmörku og Bretlandi og eftir viðskiptin verða starfsmennirnir alls 220 talsins í fjórum löndum. Starfsemin á Íslandi verður áfram leidd af sömu aðilum og stýrt hafa Arkþingi síðustu ár en þar starfa um 20 manns. Eftir sameininguna mun íslenski hlutinn breyta um nafn og heita Arkþing / Nordic ehf. „Nokkur aðdragandi var að ákvörðuninni en gott samstarf hefur myndast með Arkþingi og Nordic á síðustu árum. Arkitektar beggja stofa hafa þannig komið sameiginlega að hönnun nokkurra nýrra verkefna á þessu tímabili. Einnig skipti máli við ákvörðunina að mikill samhljómur er í menningu fyrirtækjanna tveggja sem bæði eru gamalgrónar stofur á sínum heimamarkaði, Arkþing á Íslandi og Nordic í Noregi,“ segir í tilkynningu vegna breytinganna. Áhersla beggja stofa hafi ávallt verið á gæði vinnunnar og þá hafi þær byggt upp sérþekkingu á ólíkum sviðum sem muni nýtast vel í sameinuðu fyrirtæki. „Svo dæmi sé nefnt þá hefur Nordic mikla reynslu af hönnun flugstöðva og sjúkrahúsa og Arkþing hefur reynslu af hönnun hótela, slökkvistöðva, skrifstofubygginga, fjölbýlishúsa og einbýlishúsa.“ Ef rennt er yfir menntun starfsfólks Arkþings má sjá að stór hluti starfsmanna menntaði sig á Norðurlöndunum, flestir í Danmörku. Stærstu verkefni Arkþings um þessar mundir eru nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og stór fjölbýlishús víðsvegar um borgina. Stærstu verkefnin sem Nordic vinnur nú að eru m.a. uppbygging stjórnarráðshverfisins í miðbæ Oslóar, stækkun á Gardermoen, aðalflugvelli Noregs, og nýtt háskólasjúkrahús í Stavangri. Tímamót Vistaskipti Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Arkitektastofan Arkþing hefur sameinast einni stærstu arkitektastofu á Norðurlöndunum, Nordic – office of Architecture. Samningur þessa efnis var undirritaður 1. júní síðastliðinn. Nordic er norsk arkitektastofa með starfsemi í Noregi, Danmörku og Bretlandi og eftir viðskiptin verða starfsmennirnir alls 220 talsins í fjórum löndum. Starfsemin á Íslandi verður áfram leidd af sömu aðilum og stýrt hafa Arkþingi síðustu ár en þar starfa um 20 manns. Eftir sameininguna mun íslenski hlutinn breyta um nafn og heita Arkþing / Nordic ehf. „Nokkur aðdragandi var að ákvörðuninni en gott samstarf hefur myndast með Arkþingi og Nordic á síðustu árum. Arkitektar beggja stofa hafa þannig komið sameiginlega að hönnun nokkurra nýrra verkefna á þessu tímabili. Einnig skipti máli við ákvörðunina að mikill samhljómur er í menningu fyrirtækjanna tveggja sem bæði eru gamalgrónar stofur á sínum heimamarkaði, Arkþing á Íslandi og Nordic í Noregi,“ segir í tilkynningu vegna breytinganna. Áhersla beggja stofa hafi ávallt verið á gæði vinnunnar og þá hafi þær byggt upp sérþekkingu á ólíkum sviðum sem muni nýtast vel í sameinuðu fyrirtæki. „Svo dæmi sé nefnt þá hefur Nordic mikla reynslu af hönnun flugstöðva og sjúkrahúsa og Arkþing hefur reynslu af hönnun hótela, slökkvistöðva, skrifstofubygginga, fjölbýlishúsa og einbýlishúsa.“ Ef rennt er yfir menntun starfsfólks Arkþings má sjá að stór hluti starfsmanna menntaði sig á Norðurlöndunum, flestir í Danmörku. Stærstu verkefni Arkþings um þessar mundir eru nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og stór fjölbýlishús víðsvegar um borgina. Stærstu verkefnin sem Nordic vinnur nú að eru m.a. uppbygging stjórnarráðshverfisins í miðbæ Oslóar, stækkun á Gardermoen, aðalflugvelli Noregs, og nýtt háskólasjúkrahús í Stavangri.
Tímamót Vistaskipti Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira