Viðskipti innlent

Jónas ráðinn framkvæmdastjóri Kaldalóns

Sylvía Hall skrifar
Jónas Þór Þorvaldsson.
Jónas Þór Þorvaldsson. Aðsend

Jónas Þór Þorvaldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunarfélagsins Kaldalóns eftir aðalfund félagsins í gær en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þá lagði stjórn félagsins til að félagið yrði skráð á First North markaðinn í sumar.

Kaldalón var stofnað árið 2017 og sérhæfir sig í þróun íbúðabyggða og húsbyggingum. Félagið hefur fjárfest í lóðum á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Vogabyggð, Kársnesi, Urriðaholti og Steindórsreit. Áætlað er að byggðar verði yfir 900 íbúðir á lóðunum.

Á fundinum var ársreikningur félagsins kynntur og var hagnaður af rekstri félagsins á síðasta ári rúmlega 388 milljónir króna. Eigið fé félagsins nam rúmum 3,2 milljörðum króna í lok árs.

„Kaldalón vinnur að mörgum mjög mikilvægum og áhugaverðum þróunarverkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Félagið stendur vel og fram undan eru spennandi tímar við uppbyggingu á verkefnum félagsins og skráningu þess á markað. Ég hlakka til að hefjast handa við að leiða þessi metnaðarfullu verkefni,” er haft eftir Jónasi í fréttatilkynningu.

Jónas var áður framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins Festis árin 2015 til 2018. Þar áður var hann framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Landfesta og fasteignafélagsins Stoða hf. Þá sat hann í stjórn félagsins 101 Skuggahverfi hf. á árunum 2003 til 2007.

Stjórn félagsins skipa þau Þórarinn Arnar Sævarsson, stjórnarformaður, Steinþór Ólafsson og Helen Neely.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.