Handbolti

Noregur tryggði HM sætið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þórir Hergeirsson
Þórir Hergeirsson vísir/afp

Noregur tryggði sæti sitt í lokakeppni HM í handbolta kvenna með þriggja marka sigri á Hvíta-Rússlandi á heimavelli sínum í dag.

Stúlkurnar hans Þóris Hergeirssonar voru svo gott sem búnar að tryggja sætið á HM með 34-21 sigri í Hvíta-Rússlandi á dögunum en kláruðu verkefnið þægilega í dag.

Norska liðið var 21-11 yfir í hálfleik en gaf aðeins eftir í þeim seinni og vann að lokum 31-28.

HM 2019 fer fram í Japan í desembermánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.