Eru allir velkomnir? Sirrý Sif Sigurlaugardóttir og Árdís Freyja Antonsdóttir skrifar 6. júní 2019 14:05 Hlutfall eldra fólks fer hækkandi hér á landi rétt eins og annars staðar í heiminum. Hagstofa Íslands áætlar að meðalævilengd muni lengjast um nokkur ár og hlutfall eldra fólks í samfélaginu hækka úr 14,2% árið 2015 í 25% árið 2060. Hluti þessara breytinga er að fólki með heilabilun hefur fjölgað og kemur til með að halda áfram að fjölga. Aukinn fjöldi fólks með heilabilun er einn af þeim þáttum sem taka þarf tillit til í áherslum velferðarþjónustu framtíðarinnar. Mikilvægt er að hafa í huga að heilabilun er ekki eðlileg öldrun og ekki óhjákvæmilegur hluti þess að eldast. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er heilabilun afturför í andlegri getu sem hefur áhrif á minni, hugsun, úrvinnslu, einbeitingu og skynjun sem hefur áhrif á daglegt líf einstaklingsins. Heilabilun er regnhlífarhugtak sem nær yfir marga sjúkdóma sem valda alvarlegum heilabilunareinkennum. Alzheimersjúkdómur er þeirra algengastur eða allt að 70% heilabilunartilfella. Aðrar algengar tegundir eru æðabilun, Lewy Body heilabilun og framheilabilun. Ýmis verkefni hafa verið sett á fót til að mæta þessum samfélagsbreytingum. Bæði hækkandi hlutfalli eldra fólks í samfélaginu og aukins fjölda fólks með heilabilun. Til að mynda aldursvænar borgir, Reykjavíkurborg er ein þeirra. Frekari útfærsla á hugmyndinni um aldursvænar borgir er samfélag sem er vinveitt einstaklingum með heilabilun (dementia friendly communities- DFC). Slíkt samfélag er alltaf aldursvænt en því er ekki endilega öfugt farið. Hugmyndin var þróuð til að draga úr fordómum og auka meðvitund almennings um áframhaldandi þátttöku þrátt fyrir veikindi. Enn sem komið er hefur ekki verið komist að samkomulagi um eina altæka skilgreiningu á hvað slíkt samfélag hefur upp á að bjóða. Frjáls félagasamtök sem láta sig málið varða hafa sett fram skilgreiningar, hvert í sínu landi. Alzheimer Europe og Alzheimer Disease International hafa gefið út sínar tillögur og árið 2017 var birt skýrsla á vegum evrópusambandsverkefnisins Act on Dementia þar sem fræðileg samantekt er sett fram sem grunnur að formlegri skilgreiningu. Ein tillaga að hnitmiðaðri skilgreiningu er að um sé að ræða afmarkað umhverfi eða menningu þar sem fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra fá stuðning og rými í samfélaginu. Fólk er valdeflt, því sýndur skilningur, mannréttindi þeirra virt og möguleikar þeirra viðurkenndir. Í dag er því miður algengt að þeim sem greinast með heilabilun sé ýtt til hliðar í íslensku samfélagi. Því er ljóst að um langtímaverkefni er að ræða. Ekki verður tekist á við það með snarpri auglýsingaherferð heldur er um menningarlega stefnumörkun að ræða. DFC er meira en verkefni, tekur til kjarna samfélagsins og hvernig hann er mótaður. Áhersla er á að valdefla fólk með heilabilun og hvetja það til þátttöku í samélaginu, sem verður smám saman til þess að hugmyndir samfélagsins um heilabilun breytast. Á Íslandi býr lítil, vel menntuð, vinnusöm þjóð sem hefur alla burði til að standa undir slíkum samfélagsbreytingum.Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi MA og fræðslustjóri AlzheimersamtakannaÁrdís Freyja Antonsdóttir, félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hlutfall eldra fólks fer hækkandi hér á landi rétt eins og annars staðar í heiminum. Hagstofa Íslands áætlar að meðalævilengd muni lengjast um nokkur ár og hlutfall eldra fólks í samfélaginu hækka úr 14,2% árið 2015 í 25% árið 2060. Hluti þessara breytinga er að fólki með heilabilun hefur fjölgað og kemur til með að halda áfram að fjölga. Aukinn fjöldi fólks með heilabilun er einn af þeim þáttum sem taka þarf tillit til í áherslum velferðarþjónustu framtíðarinnar. Mikilvægt er að hafa í huga að heilabilun er ekki eðlileg öldrun og ekki óhjákvæmilegur hluti þess að eldast. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) er heilabilun afturför í andlegri getu sem hefur áhrif á minni, hugsun, úrvinnslu, einbeitingu og skynjun sem hefur áhrif á daglegt líf einstaklingsins. Heilabilun er regnhlífarhugtak sem nær yfir marga sjúkdóma sem valda alvarlegum heilabilunareinkennum. Alzheimersjúkdómur er þeirra algengastur eða allt að 70% heilabilunartilfella. Aðrar algengar tegundir eru æðabilun, Lewy Body heilabilun og framheilabilun. Ýmis verkefni hafa verið sett á fót til að mæta þessum samfélagsbreytingum. Bæði hækkandi hlutfalli eldra fólks í samfélaginu og aukins fjölda fólks með heilabilun. Til að mynda aldursvænar borgir, Reykjavíkurborg er ein þeirra. Frekari útfærsla á hugmyndinni um aldursvænar borgir er samfélag sem er vinveitt einstaklingum með heilabilun (dementia friendly communities- DFC). Slíkt samfélag er alltaf aldursvænt en því er ekki endilega öfugt farið. Hugmyndin var þróuð til að draga úr fordómum og auka meðvitund almennings um áframhaldandi þátttöku þrátt fyrir veikindi. Enn sem komið er hefur ekki verið komist að samkomulagi um eina altæka skilgreiningu á hvað slíkt samfélag hefur upp á að bjóða. Frjáls félagasamtök sem láta sig málið varða hafa sett fram skilgreiningar, hvert í sínu landi. Alzheimer Europe og Alzheimer Disease International hafa gefið út sínar tillögur og árið 2017 var birt skýrsla á vegum evrópusambandsverkefnisins Act on Dementia þar sem fræðileg samantekt er sett fram sem grunnur að formlegri skilgreiningu. Ein tillaga að hnitmiðaðri skilgreiningu er að um sé að ræða afmarkað umhverfi eða menningu þar sem fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra fá stuðning og rými í samfélaginu. Fólk er valdeflt, því sýndur skilningur, mannréttindi þeirra virt og möguleikar þeirra viðurkenndir. Í dag er því miður algengt að þeim sem greinast með heilabilun sé ýtt til hliðar í íslensku samfélagi. Því er ljóst að um langtímaverkefni er að ræða. Ekki verður tekist á við það með snarpri auglýsingaherferð heldur er um menningarlega stefnumörkun að ræða. DFC er meira en verkefni, tekur til kjarna samfélagsins og hvernig hann er mótaður. Áhersla er á að valdefla fólk með heilabilun og hvetja það til þátttöku í samélaginu, sem verður smám saman til þess að hugmyndir samfélagsins um heilabilun breytast. Á Íslandi býr lítil, vel menntuð, vinnusöm þjóð sem hefur alla burði til að standa undir slíkum samfélagsbreytingum.Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi MA og fræðslustjóri AlzheimersamtakannaÁrdís Freyja Antonsdóttir, félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun