Viðskipti innlent

Stjórnendabreytingar hjá Mentor

Birgir Olgeirsson skrifar
Vilborg Einarsdóttir, stofnandi Mentor, lætur af störfum eftir farsæla uppbyggingu félagsins í næstum 20 ár.
Vilborg Einarsdóttir, stofnandi Mentor, lætur af störfum eftir farsæla uppbyggingu félagsins í næstum 20 ár.
Elfa Svanhildur Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Vilborgu Einarsdóttur, stofnanda Mentor, sem lætur af störfum eftir farsæla uppbyggingu félagsins í næstum 20 ár.Elfa hefur verið forstöðumaður fræðslumiðstöðvar Vestfjarða frá árinu 2017 en starfaði þar áður um árabil sem þjónustustjóri og kennsluráðgjafi hjá Þjónustu-og þekkingarmiðstöð blindra og sjónskertra. Elfa er með mastersgráðu í verkefnastjórnun, framhaldsgráðu í stjórnun menntastofnana og sérkennslufræðum. Í grunninn er hún grunnskólakennari.Vilborg Einarsdóttir, meðstofnandi Mentor, lætur af störfum hjá félaginu við þessi tímamót. Vilborg hefur leitt uppbyggingu Mentor frá stofnun félagsins árið 2000, nú síðast sem framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Á starfstíma Vilborgar hefur Mentor vaxið ár frá ári og er náms- og upplýsingakerfi Mentor nú notað af skólum og sveitarfélögum af milljónum notenda í fimm löndum.„Stolt og þakklæti er mér efst í huga við þessi tímamót. Ég er gríðarlega stolt af Mentor og því góða fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina. Ég er þakklát fyrir þau forréttindi að hafa fengið að taka þátt í að auka árangur í skólastarfi. Nú taka við ný og spennandi verkefni og ég óska nýjum framkvæmdastjóra á Íslandi alls hins besta,“ er haft eftir Vilborgu í tilkynningu.„Þetta er ákaflega spennandi verkefni sem ég er að fara að takast á við. Mentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir íslenska skólasamfélagið. Það er áskorun að fá að taka þátt í að gera góða þjónustu enn betri og halda áfram því góða starfi sem þar er,“ er haft eftir Elfu í tilkynningu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,51
14
279.151
SIMINN
2,5
10
286.074
BRIM
1,9
2
187
FESTI
1,81
8
136.706
SJOVA
1,48
13
48.488

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,67
10
1.209
REGINN
-0,89
4
60.707
REITIR
-0,2
4
42.828
SKEL
-0,12
4
58.890
KVIKA
0
5
33.880
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.