Viðskipti innlent

Innkalla of sterkt B-vítamín

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ekki er ráðlagt að innbyrða ráðlagðan dagskammt af vítamíninu.
Ekki er ráðlagt að innbyrða ráðlagðan dagskammt af vítamíninu. getty/Towfiqu Photography

Búið er að innkalla fæðubótaefnið Nutra B sterkar - B vítamín extra sterkar.  

Matvælastofnun varar við neyslu á efninu vegna þess að magn B6 vítamíns í ráðlögðum daglegum neysluskammti fæðubótarefnisins fer yfir efri þol-/öryggismörk sem ákvörðuð eru af vísindanefndum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA).
Fram kemur í tilkynningu MAST vegna innköllunarinnar að ráðlagður daglegur neysluskammtur fyrir fæðubótarefnið er 1 til 2 töflur á dag en í einni töflu eru 15 mg af B6 vítamíni.

„Samkvæmt áliti vísindanefnda EFSA eru efri þol-/öryggismörk fyrir B6 vítamín 25 mg á dag fyrir fullorðna,“ segir í tilkynningunni.

Töflurnar sem um ræðir.

Nánari upplýsingar um vöruna, sem hefur verið innkölluð:


• Vörumerki: Nutra
• Vöruheiti: B sterkar- B vítamín extra sterkar
• Strikanúmer: 5690350054645
• Best fyrir: Allar dagsetningar
• Framleiðsluland: England
• Dreifing: Allar verslanir Bónuss, Hagkaupa og Super1

Viðskiptavinum Bónus, Hagkaups og Super1 sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.