Viðskipti innlent

Attestor selur í Arion fyrir fjóra milljarða

Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa
Attestor heldur áfram að minnka við sig í Arion.
Attestor heldur áfram að minnka við sig í Arion. Fréttablaðið/Eyþór

Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi í gær hátt í þriggja prósenta hlut í Arion banka fyrir um fjóra milljarða króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 2,8 prósenta hlut í bankanum.

Bréfin keypti breiður hópur fjárfesta, svo sem lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og einkafjárfestar, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst.

Vogunarsjóðurinn, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Arion banka í mars árið 2017, seldi samanlagt fimmtíu milljónir hluta í bankanum en það jafngildir tæplega 2,8 prósentum af hlutafé hans. Gengi hlutabréfa í Arion banka hækkaði um 0,1 prósent í gær og stóð í 79,6 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu.

Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem Attestor selur hlutabréf í Arion banka en eins og Markaðurinn greindi frá fyrr í vikunni gekk vogunarsjóðurinn nýverið frá sölu á eins og hálfs prósents hlut í bankanum fyrir liðlega tvo milljarða króna.

Sjóðurinn hefur markvisst unnið að því að minnka hlut sinn í bankanum undanfarin misserin en hann hefur selt hátt í tíu prósent af hlutafé bankans á síðustu tólf mánuðum. Þar af seldi hann þriggja prósenta hlut í hlutafjárútboði bankans í júní í fyrra.


Tengdar fréttir

Seldi í Arion banka fyrir tvo milljarða

Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi fyrr í mánuðinum tæplega eins og hálfs prósents hlut í Arion banka að virði ríflega tveggja milljarða króna. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 5,6 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
3,1
5
46.200
MAREL
3,07
22
584.666
REGINN
2,35
5
48.606
EIK
2,15
6
82.684
FESTI
2,14
10
143.706

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,72
12
29.385
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.