Handbolti

Óðinn tók forystuna gegn Björgvini og Tandra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð.
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð. vísir/ernir

GOG er komið í 1-0 forystu gegn Skjern í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 28-25 sigur á Skjern í Íslendingaslag í kvöld.

Skjern var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10. GOG tók þó völdin í síðari hálfleik og vann að lokum þriggja marka sigur, 28-25.

Björgvin Páll Gústavsson varði þrjú skot í marki Skjern af þeim átta skotum sem hann fékk á sig en Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað.

Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði ekki mikið í liði GOG í kvöld en hann klúðraði eina skotinu sem hann tók í leiknum.

GOG er því einum sigri frá úrslitaeinvíginu en Álaborg leiðir gegn Bjerringbro-Silkeborg 1-0 í hinu einvíginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.