Handbolti

Stórleikur Ágústar dugði ekki til

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson hefur verið að spila vel í Svíþjóð á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.
Ágúst Elí Björgvinsson hefur verið að spila vel í Svíþjóð á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. vísir/getty
Alingsås er komið í 2-1 og er sigri frá sænska meistaratitlinum eftir sigur á Sävehof í þriðja leik liðanna í úrslitarimmunni í Svíþjóð.Jafnt var á öllum tölum er liðin gengu til búnigsherbergja, 10-10, og mikið jafnræði var með liðunum langt inn í síðari hálfleik.Sävehof var komið með tveggja marka forystu er tíu mínútur voru eftir en frábærar tíu mínútur Alingsås skiluðu sigri. Á þeim skoraði Sävehof einungis tvö mörk og lokatölur 25-22 sigur Alingsås.Ágúst Elí átti flottan leik í marki Sävehof og var lengi framan af með 50% markvörslu. Hann endaði að lokum með 42% markvörslu eða sautján skot varin.Þriðji leikur liðanna fer fram á mánudagskvöldið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.