Handbolti

Stórleikur Ágústar dugði ekki til

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson hefur verið að spila vel í Svíþjóð á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.
Ágúst Elí Björgvinsson hefur verið að spila vel í Svíþjóð á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. vísir/getty

Alingsås er komið í 2-1 og er sigri frá sænska meistaratitlinum eftir sigur á Sävehof í þriðja leik liðanna í úrslitarimmunni í Svíþjóð.

Jafnt var á öllum tölum er liðin gengu til búnigsherbergja, 10-10, og mikið jafnræði var með liðunum langt inn í síðari hálfleik.

Sävehof var komið með tveggja marka forystu er tíu mínútur voru eftir en frábærar tíu mínútur Alingsås skiluðu sigri. Á þeim skoraði Sävehof einungis tvö mörk og lokatölur 25-22 sigur Alingsås.

Ágúst Elí átti flottan leik í marki Sävehof og var lengi framan af með 50% markvörslu. Hann endaði að lokum með 42% markvörslu eða sautján skot varin.

Þriðji leikur liðanna fer fram á mánudagskvöldið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.