Handbolti

Aron hitaði upp fyrir Meistaradeildarhelgina með fjórum mörkum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjögur mrk frá Aroni í kvöld.
Fjögur mrk frá Aroni í kvöld. vísir/getty

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk er Barcelona vann tuttugu marka sigur á Bada Huesca, 47-27, í síðustu umferð spænsku deildarinnar.

Sigurinn var eins og tölurnar gáfu til að kynna, aldrei spennandi, en Börsungar sem eru nú þegar orðnir meistarar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 21-14.

Börsungar unnu 29 leiki á leiktíðinni en Bidasoa endaði í öðru sætinu með 45 stig, fjórtán stigum á eftir Börsungum sem unnu 29 leiki og gerðu eitt jafntefli.

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum í kvöld og verður klár í slaginn um næstu helgi er Barcelona spilar í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Þeir mæta Vardar næsta laugardag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.