Handbolti

Lovísa meiddist og var send heim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lovísa Thompson í leik með Val í vetur.
Lovísa Thompson í leik með Val í vetur. vísir/vilhelm
Axel Stefánsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur þurft að kalla á nýjan leikmann fyrir leikinn á móti Spáni í umspili um laust sæti á HM.Í leik Íslands og Noregs í gær þá tóku sig upp bakmeiðsli hjá Lovísu Thompson. Þau eru það alvarlega að hún getur ekki spilað á móti Spáni og heldur hún því nú heim á leið í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ.Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma þar sem Lovísu Thompson meiðist rétt fyrir mikilvægt verkefni hjá landsliðinu en hún missti af riðlakeppni undankeppninnar í desember síðastliðnum. Þá var það höfuðhögg en núna eru það bakmeiðsli.Sandra Erlingsdóttir kemur í hópinn í stað Lovísu og fer hún til Noregs síðar í dag. Sandra fer með liðinu til Spánar á morgun, en stelpurnar okkar mæta Spánverjum í fyrri umspilsleik um laust sæti á HM á föstudaginn.Lovísa Thompson og Sandra Erlingsdóttir eru liðsfélagar hjá Val og urðu báðar þrefaldir meistarar með liðinu á þessu tímabili sem var það fyrsta hjá báðum á Hlíðarenda.Seinni leikurinn fer síðan fram í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 6. júní klukkan 19.45.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.