Viðskipti innlent

Innkalla tilbúna rétti vegna málmbúts

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Varan sem um ræðir.
Varan sem um ræðir.
Fyrirtækið Rotissier ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað tilbúna rétti sem seldir eru undir merkjum HAPP í matvöruverslunum. Um er að ræða „Chili con carne,“ sambærilegt því sem sjá má á myndinni hér að ofan.

Í tilkynningu vegna innköllunarinnar segir að ástæðan sé sú að málmhlutur hafi fundist í einum rétti. Ekki er hins vegar nánar greint frá því um hvers konar málmhlut ræðir eða hvort vitað sé hver uppruni hans var.

Af þessum sökum hafa allir „Chili con carne“-réttir frá HAPP verið fjarlægðir úr verslunum. Var það gert þrátt fyrir að líklegt sé talið að um einangrað tilvik sé að ræða. Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki heldur skila henni í næstu verslun eða farga henni.

Nánari upplýsingar um vöruna, sem innköllunin einskorðast við, má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×