Formúla 1

Hamilton með þriðja gullið á tímabilinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hamilton gat leyft sér að brosa í dag.
Hamilton gat leyft sér að brosa í dag. vísir/getty

Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í Formúlu 1 kappakstrinum á Spáni fyrr í dag en Hamilton hóf keppni annar í dag.

Þetta var 76. sigur Hamilton í Formúlu 1 á ferlinum en enski ökuþórinn hefur verið hreint magnaður síðustu ár og er auðvitað ríkjandi heimsmeistari.

Hann hefur því unnið þrjár af fyrstu fimm keppnum leiktíðarinnar en hann vann einnig í Bahrein og í Kína fyrr á leiktíðinni.

Félagi hans frá Merceds, Valtteri Bottas, varð annar en Bottas var á ráspól fyrir keppnina í dag. Í þriðja sæti var svo Max Verstappen frá Red Bull.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.