Þriðji orkupakkinn Baldur Dýrfjörð skrifar 14. maí 2019 08:00 Raforkulöggjöf Evrópusambandsins hefur verið í stöðugri þróun síðustu áratugi og svonefndur þriðji orkupakki, sem liggur nú fyrir Alþingi, er þar einn hlekkurinn. Samfélagsumræða um þriðja orkupakkann hefur verið lífleg síðustu vikur og fagnar Samorka því að orkumál veki áhuga, enda er græna orkan okkar fjöregg þjóðarinnar. Forsaga þriðja orkupakkans er sú að á árinu 2003 tóku ný raforkulög gildi og aðskilnaður var gerður milli samkeppnisstarfsemi og sérleyfisstarfsemi. Með þeim voru innleidd ákvæði tilskipana Evrópusambandsins í raforkumálum og þá einkum um að þróa markað með raforku þannig að samkeppni tryggi lægsta verð til neytenda. Sömuleiðis voru strangar reglur settar um sérleyfisstarfsemina og verðlagningu á flutningi og dreifingu raforku með hag neytenda í huga. Þriðji orkupakkinn er frekari þróun á þessari löggjöf og felur í sér aukið sjálfstæði eftirlitsaðila, frekari kröfur um aðskilnað milli sérleyfisþátta og samkeppnisþátta og þar með að efla raforkumarkaðinn. Eitt stærsta deilumálið sem snúið hefur að innleiðingu þriðja orkupakkans á við þau lönd sem búa yfir millilandatengingum. Hafa áhyggjurnar m.a. snúið að því að með innleiðingu þriðja orkupakkans sé hægt að skylda Ísland til að tengjast öðrum löndum með raforkusæstreng. Sem svar við þessum áhyggjum hefur ríkisstjórnin nú sem kunnugt er lagt fram frumvarp um þriðja orkupakkann þar sem sérstaklega er kveðið á um að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis. Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja um allt land. Þau eru ekki pólitísk samtök og öll vinna innan þeirra byggist á því að starfsemi orku- og veitufyrirtækja blómstri í þágu samfélagsins alls. Samorka hefur ásamt lögfræðingum aðildarfyrirtækjanna vandlega kynnt sér þriðja orkupakkann út frá starfsemi orku- og veitufyrirtækja og út frá hagsmunum viðskiptavina þeirra. Niðurstaðan er sú að þriðji orkupakkinn sé framhald af þeirri löggjöf sem hefur verið í gildi um nokkurt skeið og hefur reynst vel og að með innleiðingu þriðja orkupakkans séu tekin enn frekari skref í þá átt því að auka samkeppni og stuðla að bættum hag neytenda. Í því ljósi styður Samorka innleiðingu þriðja orkupakkans hér á landi.Baldur Dýrfjörð lögfræðingur Samorku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Raforkulöggjöf Evrópusambandsins hefur verið í stöðugri þróun síðustu áratugi og svonefndur þriðji orkupakki, sem liggur nú fyrir Alþingi, er þar einn hlekkurinn. Samfélagsumræða um þriðja orkupakkann hefur verið lífleg síðustu vikur og fagnar Samorka því að orkumál veki áhuga, enda er græna orkan okkar fjöregg þjóðarinnar. Forsaga þriðja orkupakkans er sú að á árinu 2003 tóku ný raforkulög gildi og aðskilnaður var gerður milli samkeppnisstarfsemi og sérleyfisstarfsemi. Með þeim voru innleidd ákvæði tilskipana Evrópusambandsins í raforkumálum og þá einkum um að þróa markað með raforku þannig að samkeppni tryggi lægsta verð til neytenda. Sömuleiðis voru strangar reglur settar um sérleyfisstarfsemina og verðlagningu á flutningi og dreifingu raforku með hag neytenda í huga. Þriðji orkupakkinn er frekari þróun á þessari löggjöf og felur í sér aukið sjálfstæði eftirlitsaðila, frekari kröfur um aðskilnað milli sérleyfisþátta og samkeppnisþátta og þar með að efla raforkumarkaðinn. Eitt stærsta deilumálið sem snúið hefur að innleiðingu þriðja orkupakkans á við þau lönd sem búa yfir millilandatengingum. Hafa áhyggjurnar m.a. snúið að því að með innleiðingu þriðja orkupakkans sé hægt að skylda Ísland til að tengjast öðrum löndum með raforkusæstreng. Sem svar við þessum áhyggjum hefur ríkisstjórnin nú sem kunnugt er lagt fram frumvarp um þriðja orkupakkann þar sem sérstaklega er kveðið á um að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis. Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja um allt land. Þau eru ekki pólitísk samtök og öll vinna innan þeirra byggist á því að starfsemi orku- og veitufyrirtækja blómstri í þágu samfélagsins alls. Samorka hefur ásamt lögfræðingum aðildarfyrirtækjanna vandlega kynnt sér þriðja orkupakkann út frá starfsemi orku- og veitufyrirtækja og út frá hagsmunum viðskiptavina þeirra. Niðurstaðan er sú að þriðji orkupakkinn sé framhald af þeirri löggjöf sem hefur verið í gildi um nokkurt skeið og hefur reynst vel og að með innleiðingu þriðja orkupakkans séu tekin enn frekari skref í þá átt því að auka samkeppni og stuðla að bættum hag neytenda. Í því ljósi styður Samorka innleiðingu þriðja orkupakkans hér á landi.Baldur Dýrfjörð lögfræðingur Samorku
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun