Eitt leyfisbréf - allir tapa Unnar Þór Bachmann skrifar 14. maí 2019 10:15 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í grunn-, leik- og framhaldsskólum. Kjarninn í því er eitt leyfisbréf á öllum skólastigum. Með því verða lögvernduðu starfsheitin grunn-, leik- og framhaldsskólakennari lögð niður og heitið kennari tekið upp í staðinn. Til hvers eru lögvernduð heiti yfirhöfuð? Lögvernduðu heitin grunn- og framhaldsskólakennari eiga sér upphaf í lögum frá 1986. Þau eru afrakstur af baráttu kennara fyrir þessum heitum. Baráttu sem átti að bæta starfskjör og efla fagmennsku. Lögvernd verndar rétt eins hóps til starfs meðan hún útilokar annan. Ég átta mig illa á skynseminni og réttlætinu í því að vernda rétt kennara til þess að flakka milli skólastiga á kostnað þeirra sem hugsanlega eru hæfari. Lögin auðvelda framhaldsskólakennara að bæta við sig námi til þess að kenna í leikskóla en ekki einstaklingi sem hefur áratugareynslu af því að starfa í leikskóla. Annað dæmi er langskólagengið fólk í sérgreinum eins og stærðfræði. Réttur þeirra til starfa sem hafa kennarapróf en minni fagþekkingu, verður sterkari nái eitt leyfisbréf fram að ganga. Ástæðan því að framhaldsskólakennarar hafa hærri laun en grunnskólakennarar er sennilega sú að þeir hafa getað miðað sig við aðra hópa sem eru hærra launasettir en aðrir kennarar. Hærri laun framhaldsskólakennara eru að sjálfsögðu lyftistöng fyrir grunnskólakennara og önnur félög í KÍ. Eitt leyfisbréf mun gera kennarastéttina einsleitari og torveldar samanburð við aðra hópa. Farsælar umbætur í skólastarfi gerast ekki með því að efna til ófriðar. Í þessu tilfelli er verið að leggja niður lögverndaða starfsheitið framhaldsskólakennari í óþökk þeirra. Kannski er íslenskt skólakerfi ekki betra en raun ber vitni af því að við efnum stöðugt til ófriðar í nafni umbóta. Finnum hefur hugsanlega tekist betur upp en Íslendingum með því að þeir forðast slíkt. Erum við ekki komin á háskalega braut við að þynna út fagstéttir í skólum? Náms- og starfsráðgjafar eru hópur innan KÍ sem hefur lögverndað starfsheiti. Of stór hópur drengja nær ekki að fóta sig í skólakerfinu og æskilegt væri að fleiri karlar sinni slíkri ráðgjöf. Ein leið til þess að ná þessu fram er að námsráðgjafar fari sömu leið og taki upp eitt leyfisbréf með kennurum. En það er vitaskuld jafn óhæf leið og eitt leyfisbréf til allra kennara. Rökin fyrir því að allir kennarar taki upp eitt lögverndað starfsheiti eru ekki nógu góð. Eitt leyfisbréf allra kennara mun hvorki styrkja kjarabaráttu þeirra né efla fagmennsku.Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í grunn-, leik- og framhaldsskólum. Kjarninn í því er eitt leyfisbréf á öllum skólastigum. Með því verða lögvernduðu starfsheitin grunn-, leik- og framhaldsskólakennari lögð niður og heitið kennari tekið upp í staðinn. Til hvers eru lögvernduð heiti yfirhöfuð? Lögvernduðu heitin grunn- og framhaldsskólakennari eiga sér upphaf í lögum frá 1986. Þau eru afrakstur af baráttu kennara fyrir þessum heitum. Baráttu sem átti að bæta starfskjör og efla fagmennsku. Lögvernd verndar rétt eins hóps til starfs meðan hún útilokar annan. Ég átta mig illa á skynseminni og réttlætinu í því að vernda rétt kennara til þess að flakka milli skólastiga á kostnað þeirra sem hugsanlega eru hæfari. Lögin auðvelda framhaldsskólakennara að bæta við sig námi til þess að kenna í leikskóla en ekki einstaklingi sem hefur áratugareynslu af því að starfa í leikskóla. Annað dæmi er langskólagengið fólk í sérgreinum eins og stærðfræði. Réttur þeirra til starfa sem hafa kennarapróf en minni fagþekkingu, verður sterkari nái eitt leyfisbréf fram að ganga. Ástæðan því að framhaldsskólakennarar hafa hærri laun en grunnskólakennarar er sennilega sú að þeir hafa getað miðað sig við aðra hópa sem eru hærra launasettir en aðrir kennarar. Hærri laun framhaldsskólakennara eru að sjálfsögðu lyftistöng fyrir grunnskólakennara og önnur félög í KÍ. Eitt leyfisbréf mun gera kennarastéttina einsleitari og torveldar samanburð við aðra hópa. Farsælar umbætur í skólastarfi gerast ekki með því að efna til ófriðar. Í þessu tilfelli er verið að leggja niður lögverndaða starfsheitið framhaldsskólakennari í óþökk þeirra. Kannski er íslenskt skólakerfi ekki betra en raun ber vitni af því að við efnum stöðugt til ófriðar í nafni umbóta. Finnum hefur hugsanlega tekist betur upp en Íslendingum með því að þeir forðast slíkt. Erum við ekki komin á háskalega braut við að þynna út fagstéttir í skólum? Náms- og starfsráðgjafar eru hópur innan KÍ sem hefur lögverndað starfsheiti. Of stór hópur drengja nær ekki að fóta sig í skólakerfinu og æskilegt væri að fleiri karlar sinni slíkri ráðgjöf. Ein leið til þess að ná þessu fram er að námsráðgjafar fari sömu leið og taki upp eitt leyfisbréf með kennurum. En það er vitaskuld jafn óhæf leið og eitt leyfisbréf til allra kennara. Rökin fyrir því að allir kennarar taki upp eitt lögverndað starfsheiti eru ekki nógu góð. Eitt leyfisbréf allra kennara mun hvorki styrkja kjarabaráttu þeirra né efla fagmennsku.Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar