Viðskipti innlent

Innkalla maukaðan hvítlauk eftir að glerbrot fannst í einni krukkunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Umrædd tegund af maukuðum hvítlauk er frá vörumerkinu Blue dragon.
Umrædd tegund af maukuðum hvítlauk er frá vörumerkinu Blue dragon.
Innnes hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun vörunnar Blue Dragon Minced Garlic(maukaður hvítlaukur)vegna þess að glerbrot hefur fundist í einni krukku.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Blue Dragon.

Vöruheiti: Minced Garlic.

Strikanúmer: 010338012700.

Best fyrir lok: 04.2021.

Lotunúmer: DWQ 1088 018.

Nettómagn: 110 g.

Innflytjandi: Innnes ehf., Fossaleyni 21, 112 Reykjavík.

Dreifing: Varan var seld til verslana Hagkaupa um land allt, Nettó um land allt, Iceland um land allt, Krambúðin Selfossi, Fjarðarkaup, Jónsabúð, Kaupfélags Steingrímsfjarðar, Kaupfélags Skagfirðinga, Verslunar Einars Ólafssonar, Verslunar Kassans á tímabilinu 22.1.2019 til 2.4.2019.

Viðskiptavinum sem keypt hafa Blue Dragon Minced Garlic með best fyrir lok dagsetningunni 04.2021 er bent á að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Innness í síma 532 4000 eða í gegnum netfangið ts@innnes.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×