Formúla 1

Formúla 1 snýr aftur til Hollands á næsta ári

Bragi Þórðarson skrifar
Vinsældir Max Verstappen er stór ástæða fyrir endurkomu hollenska kappakstursins.
Vinsældir Max Verstappen er stór ástæða fyrir endurkomu hollenska kappakstursins. Getty

Í fyrsta skiptið síðan árið 1985 verður keppt í Formúlu 1 í Hollandi. Stór ástæða þess eru vinsældir Red Bull ökuþórsins Max Verstappen.

Kappaksturinn mun fara fram helgina 8. til 10. Maí árið 2020 á Zandvoort brautinni. Keppt var í Formúlu 1 á brautinni frá árunum 1952 til 1985.

Þetta er annar nýji kappaksturinn sem hefur verið staðfestur fyrir næsta tímabil. Auk keppninnar í Hollandi verður einnig keppt á götum Hanoi í Víetnam.

,,Frá því við tókum við Formúlunni höfum við lofað að keppt verði á nýjum stöðum, en einnig viljum við virða sögulegar rætur íþróttarinnar í Evrópu''. Þetta hafði Chase Carey, yfirmaður Formúlu 1, að segja er hann staðfesti kappaksturinn í Hollandi.

Fjölmargir hollenskir áhorfendur hafa mætt á keppnir í Evrópu síðastliðin ár. Keppnishaldarar gera því ráð fyrir að auðvelt verði að selja upp miða á keppnina á Zandvoort.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.