Viðskipti innlent

Ráðuneytin telja ekki ástæðu til að lengja skipunartíma seðlabankastjóra

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Fréttablaðið/Vilhelm
Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið telja ekki ástæðu til þess að lengja skipunartíma seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra úr fimm árum í sex eða sjö ár, líkt og Seðlabankinn hefur lagt til. Ráðuneytin benda á að skipunartíminn hafi verið styttur með lagabreytingu árið 2009 með það að markmiði að samræma skipunartíma embættismanna innan Seðlabankans annars vegar og skipunartíma annarra embættismanna ríkisins hins vegar.

Í umsögn Seðlabankans við frumvarp um sameiningu bankans og Fjármálaeftirlitsins, sem nú liggur fyrir Alþingi, er bent á að í ljósi fjölgunar varaseðlabankastjóra – en frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherra skipi seðlabankastjóra og þrjá varaseðlabankastjóra til fimm ára í senn – geti takmarkaður skipunartími leitt til þess að erfitt verði að skipa í stöðurnar, enda sé þörf á ákveðinni hæfni til að gegna embættunum.

„Tíðni breytinga á því hverjir sitji í stólum seðlabankastjóra og varaseðlabankastjóra eykst eftir því sem skipunartíminn er styttri og hópur hæfra einstaklinga til að skipa þær þarf að vera stærri,“ segir Seðlabankinn.

Í þessu sambandi verði jafnframt að hafa í huga að skipunartími seðlabankastjóra sé almennt lengri í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við.

Í nýlegu minnisblaði sem forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið tóku saman er þessu sjónarmiði Seðlabankans hins vegar hafnað, eins og áður sagði.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,88
79
288.851
EIM
5,23
18
206.601
MAREL
0,83
19
277.776
LEQ
0,69
3
5.340
ICESEA
0,57
5
8.382

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SVN
-1,59
33
57.469
FESTI
-1,25
4
81.316
HAGA
-1,01
4
2.561
SIMINN
-0,79
11
182.467
REGINN
-0,76
2
178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.