Viðskipti innlent

Mikil aukning í sölu á BDSM klæðnaði og búnaði

Atli Ísleifsson skrifar
Klæðnaðurinn hefur mikið að segja um hversu mikla eftirtekt Hatari vekur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Klæðnaðurinn hefur mikið að segja um hversu mikla eftirtekt Hatari vekur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Mikil aukning hefur orðið í sölu á svokölluðum BDSM-klæðnaði og búnaði og er það rakið til góðs gengis Hatara í Söngvakeppni RÚV og Eurovision.

Þetta segir Þorvaldur Steinþórsson, eigandi Adam og Evu, verslunar í Reykjavík sem selur hvers kyns fullorðinsvörur. Hann ræddi málið í samtali við félagana í Reykjavík síðdegis í dag.

„Við erum í rauninni búin að selja þessi Hatara-outfit, með einum eða öðrum hætti, síðan um aldamótin. Það er alltaf að opnast meira og meira fyrir þessu,“ segir Þorvaldur.

Hefur orðið sprenging í sölu á þessum búnaði?

„Það er mikil aukning og það er búið að vera í gegnum árin en hlutfallið að þessum BDSM-fatnaði hefur verið að aukast. Þetta er í sjálfu sér að verða opnaða. Hjúkkubúningurinn er kannski á leiðinni út og leðurólarnar á leiðinni inn í staðinn. Það er mikil aukning núna – við sjáum það strax um leið og atriðið fór að sjást og koma fram – að þá byrjaði að myndast stemmning fyrir þessu,“ segir Þorvaldur.

En hver er BDSM-staðalbúnaður? Hvað tilheyrir honum?

„Fólk er að gera þetta svolítið – og það er skemmtilegt að sjá – eftir sínu eigin höfði. Fólk er kannski að koma til okkar og er kannski að breyta einhverjum leiðurjakka sem það á heima. Kaupa einhverjar ólar, hálsól, einhverjar smá handfestur. Eitthvað til að skreyta þetta með og gera þetta aðeins auka… Svo erum við líka með góða búninga, sem eru ólasettin og samfellur og dót í stíl við það. Eins og ég segi þá er fólk að gera þetta svolítið eftir sínu eigin höfði og eftir því sem efni ráða,“ segir Þorvaldur.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.