40 – 18 Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. maí 2019 08:00 Þingmenn í Alabama í Bandaríkjunum hafa samþykkt nýtt frumvarp sem bannar þungunarrof nema þegar þarf að bjarga lífi konunnar. Á ferðinni er strangasta löggjöf í landinu í þessum efnum. Konur sem verða þungaðar eftir nauðgun eða kynferðislega misnotkun ættingja eru neyddar til að fæða barnið. Læknirinn sem sýnir aðstæðum þeirra skilning og notar kunnáttu sína til að koma í veg fyrir fæðingu við ömurlegar aðstæður brýtur lög og getur átt yfir höfði sér 99 ára fangelsi. Skýrar línur í Alabama. 25 öldungadeildarþingmenn í ríkinu sögðu já við frumvarpinu á meðan sex sögðu nei. Svokallaður Roe v. Wade dómur féll í hæstarétti Bandaríkjanna árið 1973. Hann leiddi fóstureyðingar í lög í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Í málinu reyndi á hvort lög sem bönnuðu fóstureyðingar og voru sett af löggjafarþingi í Texas stæðust ákvæði í stjórnarskrá um friðhelgi einkalífs. Meirihluti hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Lögin skertu um of rétt kvenna til að gangast undir fóstureyðingu. Þessi dómur hefur verið umdeildur síðan hann féll og hefur reynst þrætuepli á milli frjálslyndra og íhaldsmanna í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir. Afturhaldið sigraði í Alabama í vikunni. Ef ríkisstjórinn, Kay Ivey, undirritar og staðfestir lögin fylla þau flokk 300 lagabálka sem vefengja rétt kvenna til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Slík lög hafa verið innleidd í 16 af 50 ríkjum á þessu ári. Sem betur fer eiga viðhorfin frá Alabama ekki upp á pallborðið hér heima. Afturhaldið laut í lægra haldi á íslenska þinginu í vikunni. Á meðan félagar okkar vestanhafs grafa undan mannréttindum, líkt og þeirri sjálfsögðu kröfu kvenna að ráða yfir eigin líkama, var ein framsæknasta löggjöf um þungunarrof sem til er samþykkt á Alþingi. Fjörutíu þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, en 18 voru á móti. Fjórða grein frumvarpsins, sem mælir fyrir um heimild konu til að rjúfa þungun til loka 22. viku, virtist einna helst vefjast fyrir andstæðingum frumvarpsins. 96 prósent þungunarrofa fara fram fyrir tólftu viku meðgöngu, þrjú prósent fyrir sextándu viku og aðeins eitt prósent eftir þann tíma. Deilt er um örfá tilvik. Fullyrða má að engri konu er léttvæg ákvörðun að fara seint í þungunarrof. En staðreyndin er sú að framkvæmdin er við sama tímamark með nýrri löggjöf, en konan tekur ákvörðunina sjálf, í stað nefndar embættismanna. Mikilvægasta skref sem hefur verið stigið í kvenfrelsisbaráttunni er réttur konu til að ráða yfir eigin líkama. Konur eru fullfærar um að gangast við þeirri ábyrgð, í orði og á borði. „Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun,“ líkt og einn þingmaður komst svo vel að orði. 40 – 18. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Skoðun Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Sjá meira
Þingmenn í Alabama í Bandaríkjunum hafa samþykkt nýtt frumvarp sem bannar þungunarrof nema þegar þarf að bjarga lífi konunnar. Á ferðinni er strangasta löggjöf í landinu í þessum efnum. Konur sem verða þungaðar eftir nauðgun eða kynferðislega misnotkun ættingja eru neyddar til að fæða barnið. Læknirinn sem sýnir aðstæðum þeirra skilning og notar kunnáttu sína til að koma í veg fyrir fæðingu við ömurlegar aðstæður brýtur lög og getur átt yfir höfði sér 99 ára fangelsi. Skýrar línur í Alabama. 25 öldungadeildarþingmenn í ríkinu sögðu já við frumvarpinu á meðan sex sögðu nei. Svokallaður Roe v. Wade dómur féll í hæstarétti Bandaríkjanna árið 1973. Hann leiddi fóstureyðingar í lög í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Í málinu reyndi á hvort lög sem bönnuðu fóstureyðingar og voru sett af löggjafarþingi í Texas stæðust ákvæði í stjórnarskrá um friðhelgi einkalífs. Meirihluti hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Lögin skertu um of rétt kvenna til að gangast undir fóstureyðingu. Þessi dómur hefur verið umdeildur síðan hann féll og hefur reynst þrætuepli á milli frjálslyndra og íhaldsmanna í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir. Afturhaldið sigraði í Alabama í vikunni. Ef ríkisstjórinn, Kay Ivey, undirritar og staðfestir lögin fylla þau flokk 300 lagabálka sem vefengja rétt kvenna til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Slík lög hafa verið innleidd í 16 af 50 ríkjum á þessu ári. Sem betur fer eiga viðhorfin frá Alabama ekki upp á pallborðið hér heima. Afturhaldið laut í lægra haldi á íslenska þinginu í vikunni. Á meðan félagar okkar vestanhafs grafa undan mannréttindum, líkt og þeirri sjálfsögðu kröfu kvenna að ráða yfir eigin líkama, var ein framsæknasta löggjöf um þungunarrof sem til er samþykkt á Alþingi. Fjörutíu þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, en 18 voru á móti. Fjórða grein frumvarpsins, sem mælir fyrir um heimild konu til að rjúfa þungun til loka 22. viku, virtist einna helst vefjast fyrir andstæðingum frumvarpsins. 96 prósent þungunarrofa fara fram fyrir tólftu viku meðgöngu, þrjú prósent fyrir sextándu viku og aðeins eitt prósent eftir þann tíma. Deilt er um örfá tilvik. Fullyrða má að engri konu er léttvæg ákvörðun að fara seint í þungunarrof. En staðreyndin er sú að framkvæmdin er við sama tímamark með nýrri löggjöf, en konan tekur ákvörðunina sjálf, í stað nefndar embættismanna. Mikilvægasta skref sem hefur verið stigið í kvenfrelsisbaráttunni er réttur konu til að ráða yfir eigin líkama. Konur eru fullfærar um að gangast við þeirri ábyrgð, í orði og á borði. „Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun,“ líkt og einn þingmaður komst svo vel að orði. 40 – 18.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun