Viðskipti innlent

Gestum Bláa lónsins fækkaði í fyrsta sinn í mörg ár

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Vöxtur Bláa lónsins hefur verið ævintýralegur síðustu ár.
Vöxtur Bláa lónsins hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir

Gestum Bláa lónsins fækkaði í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ferðaþjónusturisinn fær færri gesti til sín en árið á undan. Þetta staðfestir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, í samtali við Markaðinn.

„Við fundum fyrir fækkun í fjölda ferðamanna í apríl eins og aðrir í greininni. Ég myndi halda að þetta sé í fyrsta skiptið í sex eða sjö ár sem greinin er að sjá svona fækkun á milli ára,“ segir Grímur en bætir við að bókunarstaðan fyrir sumarið sé góð.

Erlendum ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 18,5 prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Grímur segir að aprílmánuður hafi verið óvenjulegur þar sem miklar sviptingar hafi verið í fluggeiranum og nefnir hann í því samhengi fall WOW air, kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna og verkfallið hjá SAS.

„Síðan voru tveir dagar í apríl þar sem allt var á öðrum endanum í Leifsstöð vegna óveðurs. Það má segja að þetta hafi allt lagst á eitt,“ segir Grímur. Þá sé jákvætt að búið sé að eyða óvissu á vinnumarkaði og óvissunni í kringum WOW air. Miðað við stöðuna í byrjun árs sé útlit fyrir prýðisár í ferðaþjónustu.

Tekjur Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, námu um 15,5 milljörðum króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra. Hagnaður félagsins var ríflega 2,6 milljarðar króna á tímabilinu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.