Körfubolti

Haukur og félagar lögðu toppliðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Helgi Pálsson
Haukur Helgi Pálsson vísir/getty

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Nanterre gerðu sér góða ferð til Lyon og unnu toppliðið Lyon-Villeurbanne með tuttugu og tveimur stigum í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Haukur spilaði tæpann hálftíma í 96-74 sigri Nanterrew. Hann skoraði á þeim tíma 12 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.

Leikurinn var nokkuð jafn, aðeins fimm stigum munaði í hálfleik, en í síðasta fjórðungnum tók Nanterre af skarið og uppskar sterkan sigur.

Nanterre er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Lyon á toppnum, þegar sex umferðir eru eftir. Efstu átta liðin fara í úrslitakeppni að deildarkeppninni lokinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.