Viðskipti innlent

Isavia fær frest til að skila gögnum

Sighvatur Jónsson skrifar
TF-GPA var kyrrsett við gjaldþrot WOW air.
TF-GPA var kyrrsett við gjaldþrot WOW air. Mynd/WOW air

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation krefst þess að fá afhenta Airbus flugvél sem Isavia kyrrsetti við gjaldþrot WOW air í lok síðasta mánaðar. Héraðsdómur Reykjaness tók í dag fyrir dómsmál bandaríska félagsins gegn Isavia.

Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation, segir að félagið fari fram á skaðabætur eftir að vélin var kyrrsett sem trygging fyrir tveggja milljarða króna skuld WOW air við Isavia. Eigandi vélarinnar tapi tugum milljóna á hverjum degi sem hún er ekki í notkun. Kyrrsetning vélarinnar sé ólögmæt og brjóti gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrár.

Lögmenn Isavia telja sig vera í fullum rétti. Héraðsdómur veitti Isavia frest til næstkomandi þriðjudags til að skila greinargerð vegna málsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.