Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. apríl 2019 19:15 Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna að sögn forstjóra Samgöngustofu. Nokkrar vikur eru síðan skiptastjórar þrotabúsins sögðu mikilvægt að selja rekstrarhlutann sem fyrst til að koma í veg fyrir að hann rýrnaði. Nokkrar vikur eru síðan kom fram að Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW Air ásamt lykilstarfsmönnum hugðist endurvekja rekstur félagsins og kaupa hann út úr þrotabúi félagsins. Skiptastjórar WOW Air búsins sögðu fyrir nokkrum vikum að mikil tímapressa væri á þeim sem vildu kaupa rekstrarhlutann og það kæmi í ljós á allra næstu dögum hvort WOW yrði endurreist. Engar fregnir hafa hins vegar borist um að Skúla og félögum hafi tekist að safna nægu fé til að endurreisa félagið. Í dag þegar fréttastofa hafði samband sagðist Skúli ekki hafa neitt um málið að segja.Flugvél WOW air safnaði snjó á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelmForstjóri Samgöngustofu tekur undir að verðmæti í rekstrarhluta í WOW AIR þrotabúinu úreldist fljótt en þá er til dæmis um að ræða bókunarkerfi, samningamál og flugafgreiðslutímar. „Efnislegar eignir eins og merktar flugvélar, flughæfni, viðhaldssamningar, flugmannaðgengi og þjónustuhandbækur og fleira er flokkað undir verðmæti að það hefði tekist eða gæti tekist að fara yfir í nýtt félag með sama mannskap, sama slott á flugvöllum og fleira þá felur slíkt í sér efnisleg verðmæti en svona lagað úreldist bara mjög hratt,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Við fall WOW Air var flugrekstrarleyfi félagsins skilað til Samgöngustofu en það tekur um þrjá mánuði að fá slíkt leyfi. Þórólfur segir að ef fyrirætlanir um endurreisn flugfélagsins takist þrátt fyrir tímarammann ætti ekki að taka langan tíma að fá leyfið. Það sé hins vegar háð því að sami mannskapur, samningar og eignir séu til staðar og var hjá WOW air. „Ef og þegar vel undirbúnar umsóknir berast þá er hugsanlega hægt að afgreiða flugrekstrarleyfið á styttri tíma en þremur mánuðum.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skoða riftun á um 550 milljóna greiðslu Fimm milljóna dala yfirdráttarlán WOW var gert upp og Arion eignaðist skuldabréf á félagið. Þrotabúið kannar hvort tilefni sé til að rifta þeirri ráðstöfun. 24. apríl 2019 06:15 Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna að sögn forstjóra Samgöngustofu. Nokkrar vikur eru síðan skiptastjórar þrotabúsins sögðu mikilvægt að selja rekstrarhlutann sem fyrst til að koma í veg fyrir að hann rýrnaði. Nokkrar vikur eru síðan kom fram að Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW Air ásamt lykilstarfsmönnum hugðist endurvekja rekstur félagsins og kaupa hann út úr þrotabúi félagsins. Skiptastjórar WOW Air búsins sögðu fyrir nokkrum vikum að mikil tímapressa væri á þeim sem vildu kaupa rekstrarhlutann og það kæmi í ljós á allra næstu dögum hvort WOW yrði endurreist. Engar fregnir hafa hins vegar borist um að Skúla og félögum hafi tekist að safna nægu fé til að endurreisa félagið. Í dag þegar fréttastofa hafði samband sagðist Skúli ekki hafa neitt um málið að segja.Flugvél WOW air safnaði snjó á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelmForstjóri Samgöngustofu tekur undir að verðmæti í rekstrarhluta í WOW AIR þrotabúinu úreldist fljótt en þá er til dæmis um að ræða bókunarkerfi, samningamál og flugafgreiðslutímar. „Efnislegar eignir eins og merktar flugvélar, flughæfni, viðhaldssamningar, flugmannaðgengi og þjónustuhandbækur og fleira er flokkað undir verðmæti að það hefði tekist eða gæti tekist að fara yfir í nýtt félag með sama mannskap, sama slott á flugvöllum og fleira þá felur slíkt í sér efnisleg verðmæti en svona lagað úreldist bara mjög hratt,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Við fall WOW Air var flugrekstrarleyfi félagsins skilað til Samgöngustofu en það tekur um þrjá mánuði að fá slíkt leyfi. Þórólfur segir að ef fyrirætlanir um endurreisn flugfélagsins takist þrátt fyrir tímarammann ætti ekki að taka langan tíma að fá leyfið. Það sé hins vegar háð því að sami mannskapur, samningar og eignir séu til staðar og var hjá WOW air. „Ef og þegar vel undirbúnar umsóknir berast þá er hugsanlega hægt að afgreiða flugrekstrarleyfið á styttri tíma en þremur mánuðum.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skoða riftun á um 550 milljóna greiðslu Fimm milljóna dala yfirdráttarlán WOW var gert upp og Arion eignaðist skuldabréf á félagið. Þrotabúið kannar hvort tilefni sé til að rifta þeirri ráðstöfun. 24. apríl 2019 06:15 Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Skoða riftun á um 550 milljóna greiðslu Fimm milljóna dala yfirdráttarlán WOW var gert upp og Arion eignaðist skuldabréf á félagið. Þrotabúið kannar hvort tilefni sé til að rifta þeirri ráðstöfun. 24. apríl 2019 06:15
Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45
Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28