Viðskipti innlent

Nýr fjármálastjóri hjá Tryggja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arna kemur til með að leiða stafræn reikningsskil og vátryggingaútgáfu Tryggja ehf., með áherslu á umhverfisvæna fjárstýringu.
Arna kemur til með að leiða stafræn reikningsskil og vátryggingaútgáfu Tryggja ehf., með áherslu á umhverfisvæna fjárstýringu.

Arna Diljá S. Guðmundsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri hjá hjá Tryggja ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir að Arna hafi víðtæka reynslu af störfum innan fjármálageirans í verkefnastjórnun og ráðgjöf. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Inkasso en áður starfaði hún sem ráðgjafi á upplýsingatæknisviði Deloitte.

Arna Diljá er viðskiptafræðingur BSC að mennt frá Háskóla Íslands. Hún hefur sérhæft sig í í ráðgjöf í stafrænum umbreytingum fyrirtækja, fjármálagreiningu, hugbúnaðarþróun, bókhaldi og akademískum rannsóknum.

Þá vann hún rannsóknarverkefni um gæði reikningsskila, forsendur gæða endurskoðunar og ný alþjóðleg viðmið sem byggja á reynslunni af fjármálakreppunni. Rannsóknir tóku á gæðum reikningsskila og forsendur endurskoðunar.

Arna kemur til með að leiða stafræn reikningsskil og vátryggingaútgáfu Tryggja ehf., með áherslu á umhverfisvæna fjárstýringu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.