Viðskipti innlent

Mariam nýr sölu- og markaðsstjóri Tulipop

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mariam Laperashvili hefur starfað hjá Sagafilm undanfarin ár.
Mariam Laperashvili hefur starfað hjá Sagafilm undanfarin ár.
Mariam Laperashvili hefur verið ráðin til Tulipop og mun hún gegna stöðu sölu- og markaðsstjóra hönnunarfyrirtækisins. Mariam kemur frá framleiðslufyrirtækinu Sagafilm þar sem hún hefur starfað sem markaðsstjóri frá 2016.

Í tilkynningu frá Tulipop segir meðl annars að Mariam muni stýra þátttöku fyrirtækisins í þeim erlendu sýningum sem Tulipop mun taka þátt í á árinu. Það gerði hún til að mynda á sýningunni WonderCon sem fram fór í Kaliforníu á dögunum.

Þá er jafnframt drepið á ferli Mariam, sem sögð er hafa komið víða við í störfum sínum við sölu- og markaðsstjórn. Til að mynda starfaði hún um skeið sem markaðsstjóri hjá WorkAmerica í Washington D.C., en Mariam starfaði auk þess í markaðsrannsóknum fyrir National Geographic í sömu borg. Síðastliðin þrjú ár hefur Mariam starfað sem markaðsstjóri Sagafilm á Íslandi þar sem hún stýrði markaðssetningu á framleiddu efni fyrirtækisins, bæði innanlands og erlendis.

Hún er viðskiptafræðingur að mennt með B.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands, auk þess sem hún sérhæfði sig í markaðsfræði í George Washington University í Washington D.C.

Í tilkynningunni er auk þess haft eftir Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra og öðrum stofnenda Tulipop, að þau séu spennt að fá Mariam til liðs við fyrirtækið - „til að sinna vaxandi áhuga alþjóðlegra kaupenda og leiða þá uppbyggingu innan félagsins.“


Tengdar fréttir

Tulipop með hundruð milljóna króna sjónvarpsþætti

Íslenska fyrirtækið Tulipop á í viðræðum við alþjóleg stórfyrirtæki um framleiðslu á 52 þátta sjónvarpsseríu. Þættirnir verða að líkindum frumsýndir eftir tvö ár og munu kosta um 500 til 700 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×