Viðskipti innlent

Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku

Hörður Ægisson skrifar
Davíð Rúdólfsson, stjórnarformaður Jarðvarma.
Davíð Rúdólfsson, stjórnarformaður Jarðvarma.

Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun.

Jafnframt var samþykkt tillaga um að auka hlutafé félagsins í tengslum við áformuð kaup en kaupverðið er um 37 milljarðar króna. Í framhaldinu mun tillagan fara fyrir stjórnir lífeyrissjóðanna í hluthafahópnum sem þurfa einnig að samþykkja hana.

Tillaga Jarðvarma gerir ráð fyrir því að kaupin verði gerð í samfloti með fjárfestingarfélaginu Ancala Partners.

Sjóður Macquarie náði nýverið samkomulagi við Innergex um kaup á 54 prósenta hlut í HS Orku en Jarðvarma stendur til boða að nýta sér kauprétt og ganga inn í viðskiptin.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.