Lífeyrissjóðir gætu eignast meirihlutann í HS Orku Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2019 13:10 HS Orka hefur allt frá árinu 2009 verið í meirihlutaeigu erlendra aðila en ef lífeyrissjóðirnir fjórtán sem eiga Jarðvarma nýta forkaupsrétt sinn gæti meirihlutaeignin orðið íslensk. vísir/vilhelm Jarðvarmi ,sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefur um tvo mánuði til að beita forkaupsrétti sínum og ganga inn í kaup á meirihlutanum í HS Orku sem samið var um í gær að selja til MIRA, stærsta eignastýringafyrirtæki í innviðafjárfestingum í heimi, fyrir 37 milljarða króna. Forstjóri fyrirtækisins segir horfur þess góðar og áform um að auka orkuframleiðslu þess um allt að helming á næstu fimm til sjö árum. Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku, hefur farið fyrir og er aðaleigandi fyrirtækisins Innergex Renewable Energy sem á Magma Energy sem aftur á 53,9 prósent í HS Orku. En hann kom inn í fyrirtækið fljótlega eftir að það var einkavætt árið 2008. Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, á 33,4 prósenta hlut í HS Orku og Örk fjárfestingarfélag sem er í eigu nokkurrra lífeyrissjóða og Reykjanesbæjar á 12,7 prósenta hlut. Hins vegar var gengið frá sölusamningi á þeim hlut síðastliðið haust til svissnesks fjárfestingafélags og er verið að ganga frá þeim samningum. Ef Jarðvarmi nýtir ekki forkaupsrétt sinn mun MIRA, sem er skammstöfun á Macquarie Infrastructure and Real Assets, væntanlega eignast 53,9 prósenta hlut í HS Orku. Fyrirtækið á og rekur tvö raforkuver í Svartsengi og á Reykjanesi auk virkjanaréttar sem er í nýtingaráætlun rammaáætlunar. Fyrirtækið er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins á eftir Landsvirkjun og Orkuveitunni og það eina á Íslandi sem er alfarið í eigu einkaaðila. Þá á HS Orka 30 prósenta hlut í Bláa lóninu.Sýnir áhuga og trú á félaginu Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segir það eiga eftir að koma í ljós hvaða þýðingu það hefði að fá MIRA inn í fyrirtækið. „Eins og ég sé þetta núna lítur þetta vel út. Þetta er aðili sem hefur mikinn áhuga á að byggja upp starfsemi á sviði innviða og hefur að mér skilst verið að horfa til fleiri þátta. Starfar mjög víða. Meðal annars í orkumálum,” segir Ásgeir. Hins vegar hafi ekki verið gengið frá samningunum. HS Orka hefur allt frá árinu 2009 verið í meirihlutaeigu erlendra aðila en ef lífeyrissjóðirnir fjórtán sem eiga Jarðvarma nýta forkaupsrétt sinn gæti meirihlutaeignin orðið íslensk. Kaupverðið er 37 milljarðar króna. „Það er augljóslega til marks um að aðilar hafa áhuga og trú á fyrirtækinu. Söluferlið sýndi mikinn áhuga aðila á þessu félagi. Það er jákvætt fyrir félagið og hluthafa þess og starfsmenn. Það er góð staðfesting á því starfi sem hér er unnið af hæfu starfsfólki,” segir forstjóri HS Orku. Ásgeir segir bjart framundan hjá fyrirtækinu og áætlanir uppi um að auka núverandi 120 megavatta framleiðslu um allt að helming á næstu árum. „HS Orka er til dæmis að vinna núna að því að auka orkuvinnslu í Svartsengi og á Reykjanesi án þess að auka upptektina úr jarðhitageyminum. Það er að segja nýta betur það sem nú þegar er tekið til yfirborðs,” segir Ásgeir Margeirsson. Að auki eigi fyrirtækið aðra virkjanakosti. Helsta hindrunin í að svara vaxandi eftirspurn eftir orku sé hins vegar vangeta dreifikerfisins til að anna eftirspurninni. Það sé alvarlegt vandamál sem þurfi að leysa sem fyrst. Lífeyrissjóðir Orkumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Þrír fjárfestar bítast um meirihluta í HS Orku Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfesta, sjóður í rekstri ástralska bankans Macquire Group og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners gerðu skuldbindandi tilboð í 54 prósenta hlut í HS Orku. Miðað við nýleg viðskipti gæti hluturinn verið metinn á nærri 40 milljarða króna. 20. mars 2019 06:45 Kaupa meirihluta í HS Orku fyrir 37 milljarða króna Kaupverðið er 304 milljónir Bandaríkjadala. 25. mars 2019 13:04 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Jarðvarmi ,sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefur um tvo mánuði til að beita forkaupsrétti sínum og ganga inn í kaup á meirihlutanum í HS Orku sem samið var um í gær að selja til MIRA, stærsta eignastýringafyrirtæki í innviðafjárfestingum í heimi, fyrir 37 milljarða króna. Forstjóri fyrirtækisins segir horfur þess góðar og áform um að auka orkuframleiðslu þess um allt að helming á næstu fimm til sjö árum. Ross Beaty, stjórnarformaður HS Orku, hefur farið fyrir og er aðaleigandi fyrirtækisins Innergex Renewable Energy sem á Magma Energy sem aftur á 53,9 prósent í HS Orku. En hann kom inn í fyrirtækið fljótlega eftir að það var einkavætt árið 2008. Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, á 33,4 prósenta hlut í HS Orku og Örk fjárfestingarfélag sem er í eigu nokkurrra lífeyrissjóða og Reykjanesbæjar á 12,7 prósenta hlut. Hins vegar var gengið frá sölusamningi á þeim hlut síðastliðið haust til svissnesks fjárfestingafélags og er verið að ganga frá þeim samningum. Ef Jarðvarmi nýtir ekki forkaupsrétt sinn mun MIRA, sem er skammstöfun á Macquarie Infrastructure and Real Assets, væntanlega eignast 53,9 prósenta hlut í HS Orku. Fyrirtækið á og rekur tvö raforkuver í Svartsengi og á Reykjanesi auk virkjanaréttar sem er í nýtingaráætlun rammaáætlunar. Fyrirtækið er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins á eftir Landsvirkjun og Orkuveitunni og það eina á Íslandi sem er alfarið í eigu einkaaðila. Þá á HS Orka 30 prósenta hlut í Bláa lóninu.Sýnir áhuga og trú á félaginu Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segir það eiga eftir að koma í ljós hvaða þýðingu það hefði að fá MIRA inn í fyrirtækið. „Eins og ég sé þetta núna lítur þetta vel út. Þetta er aðili sem hefur mikinn áhuga á að byggja upp starfsemi á sviði innviða og hefur að mér skilst verið að horfa til fleiri þátta. Starfar mjög víða. Meðal annars í orkumálum,” segir Ásgeir. Hins vegar hafi ekki verið gengið frá samningunum. HS Orka hefur allt frá árinu 2009 verið í meirihlutaeigu erlendra aðila en ef lífeyrissjóðirnir fjórtán sem eiga Jarðvarma nýta forkaupsrétt sinn gæti meirihlutaeignin orðið íslensk. Kaupverðið er 37 milljarðar króna. „Það er augljóslega til marks um að aðilar hafa áhuga og trú á fyrirtækinu. Söluferlið sýndi mikinn áhuga aðila á þessu félagi. Það er jákvætt fyrir félagið og hluthafa þess og starfsmenn. Það er góð staðfesting á því starfi sem hér er unnið af hæfu starfsfólki,” segir forstjóri HS Orku. Ásgeir segir bjart framundan hjá fyrirtækinu og áætlanir uppi um að auka núverandi 120 megavatta framleiðslu um allt að helming á næstu árum. „HS Orka er til dæmis að vinna núna að því að auka orkuvinnslu í Svartsengi og á Reykjanesi án þess að auka upptektina úr jarðhitageyminum. Það er að segja nýta betur það sem nú þegar er tekið til yfirborðs,” segir Ásgeir Margeirsson. Að auki eigi fyrirtækið aðra virkjanakosti. Helsta hindrunin í að svara vaxandi eftirspurn eftir orku sé hins vegar vangeta dreifikerfisins til að anna eftirspurninni. Það sé alvarlegt vandamál sem þurfi að leysa sem fyrst.
Lífeyrissjóðir Orkumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Þrír fjárfestar bítast um meirihluta í HS Orku Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfesta, sjóður í rekstri ástralska bankans Macquire Group og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners gerðu skuldbindandi tilboð í 54 prósenta hlut í HS Orku. Miðað við nýleg viðskipti gæti hluturinn verið metinn á nærri 40 milljarða króna. 20. mars 2019 06:45 Kaupa meirihluta í HS Orku fyrir 37 milljarða króna Kaupverðið er 304 milljónir Bandaríkjadala. 25. mars 2019 13:04 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Þrír fjárfestar bítast um meirihluta í HS Orku Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfesta, sjóður í rekstri ástralska bankans Macquire Group og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners gerðu skuldbindandi tilboð í 54 prósenta hlut í HS Orku. Miðað við nýleg viðskipti gæti hluturinn verið metinn á nærri 40 milljarða króna. 20. mars 2019 06:45
Kaupa meirihluta í HS Orku fyrir 37 milljarða króna Kaupverðið er 304 milljónir Bandaríkjadala. 25. mars 2019 13:04