Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 08:00 Magic Johnson talar við blaðamenn í nótt. AP//Mark J. Terrill Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. Það hefur gengið mikið á hjá Los Angeles Lakers í vetur en þetta útspil Magic kom samt flestum á óvart. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég grét áður en ég kom hingað,“ sagði Magic Johnson þegar sagði frá brottför sinni fyrir síðasta heimaleik Lakers liðsins á tímabilinu sem var á móti Portland Trail Blazers í nótt. Hann lét framkvæmdastjórann vita af þessu áður en hann talaði við blaðamenn.'I'm free, my love': The best bites from Magic's stunning resignation https://t.co/BDIv0hJhbLpic.twitter.com/im4vcgMHMs — ESPNLosAngeles (@ESPNLosAngeles) April 10, 2019„Þetta er erfitt þegar þú elskar félag eins mikið og ég elska þetta félag. Þetta er efitt þegar ég elska manneskju eins mikið og ég elska Jeanie [Buss]. Ég vil ekki valda henni vonbrigðum,“ sagði Magic. Hann sagðist ekki hafa sagt Jeanie Buss frá þessu áður fyrst þar sem hann var hræddur við að hún myndi sannfæra hann um að vera áfram. Erfiðir tímar hjá Lakers í vetur sá hins vegar til þess að Magic Johnson líður eins og hann sé að sleppa út úr prísund. „Ég vil fara aftur að hafa gaman af lífinu. Ég vil verða aftur hinn sami og ég var áður en ég tók að mér þetta starf,“ sagði Magic.Earvin, I loved working side by side with you. You’ve brought us a long way. We will continue the journey. We love you https://t.co/ofmQl6BtBz — Jeanie Buss (@JeanieBuss) April 10, 2019Allt fór í rugl hjá Los Angeles Lakers í vetur þegar félagið reyndi að skipta hálfu liðinu til New Orleans Pelicans fyrir Anthony Davis. Ekki einu sinni LeBron James gat kveikt aftur neistann og liðið var ekki lengi að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina. Síðustu fréttir frá Lakers er síðan að það líti ekki vel út með það að LeBron James fái aðra súðerstjörnu til sín og orðspor hans sjálfs og félagsins hafa beðið hnekki. Lakers liðið vann aðeins 37 leiki í vetur, tveimur leikjum meira en tímavbilið á undan. Félagið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2013. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Rachel Nichols á ESPN tók við Magic í nótt NBA Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira
Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. Það hefur gengið mikið á hjá Los Angeles Lakers í vetur en þetta útspil Magic kom samt flestum á óvart. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég grét áður en ég kom hingað,“ sagði Magic Johnson þegar sagði frá brottför sinni fyrir síðasta heimaleik Lakers liðsins á tímabilinu sem var á móti Portland Trail Blazers í nótt. Hann lét framkvæmdastjórann vita af þessu áður en hann talaði við blaðamenn.'I'm free, my love': The best bites from Magic's stunning resignation https://t.co/BDIv0hJhbLpic.twitter.com/im4vcgMHMs — ESPNLosAngeles (@ESPNLosAngeles) April 10, 2019„Þetta er erfitt þegar þú elskar félag eins mikið og ég elska þetta félag. Þetta er efitt þegar ég elska manneskju eins mikið og ég elska Jeanie [Buss]. Ég vil ekki valda henni vonbrigðum,“ sagði Magic. Hann sagðist ekki hafa sagt Jeanie Buss frá þessu áður fyrst þar sem hann var hræddur við að hún myndi sannfæra hann um að vera áfram. Erfiðir tímar hjá Lakers í vetur sá hins vegar til þess að Magic Johnson líður eins og hann sé að sleppa út úr prísund. „Ég vil fara aftur að hafa gaman af lífinu. Ég vil verða aftur hinn sami og ég var áður en ég tók að mér þetta starf,“ sagði Magic.Earvin, I loved working side by side with you. You’ve brought us a long way. We will continue the journey. We love you https://t.co/ofmQl6BtBz — Jeanie Buss (@JeanieBuss) April 10, 2019Allt fór í rugl hjá Los Angeles Lakers í vetur þegar félagið reyndi að skipta hálfu liðinu til New Orleans Pelicans fyrir Anthony Davis. Ekki einu sinni LeBron James gat kveikt aftur neistann og liðið var ekki lengi að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina. Síðustu fréttir frá Lakers er síðan að það líti ekki vel út með það að LeBron James fái aðra súðerstjörnu til sín og orðspor hans sjálfs og félagsins hafa beðið hnekki. Lakers liðið vann aðeins 37 leiki í vetur, tveimur leikjum meira en tímavbilið á undan. Félagið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2013. Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Rachel Nichols á ESPN tók við Magic í nótt
NBA Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur Sjá meira