Körfubolti

Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magic Johnson talar við blaðamenn í nótt.
Magic Johnson talar við blaðamenn í nótt. AP//Mark J. Terrill

Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu.

Það hefur gengið mikið á hjá Los Angeles Lakers í vetur en þetta útspil Magic kom samt flestum á óvart.

„Þetta var mjög erfið ákvörðun. Ég grét áður en ég kom hingað,“ sagði Magic Johnson þegar sagði frá brottför sinni fyrir síðasta heimaleik Lakers liðsins á tímabilinu sem var á móti Portland Trail Blazers í nótt.

Hann lét framkvæmdastjórann vita af þessu áður en hann talaði við blaðamenn.„Þetta er erfitt þegar þú elskar félag eins mikið og ég elska þetta félag. Þetta er efitt þegar ég elska manneskju eins mikið og ég elska Jeanie [Buss]. Ég vil ekki valda henni vonbrigðum,“ sagði Magic.

Hann sagðist ekki hafa sagt Jeanie Buss frá þessu áður fyrst þar sem hann var hræddur við að hún myndi sannfæra hann um að vera áfram.

Erfiðir tímar hjá Lakers í vetur sá hins vegar til þess að Magic Johnson líður eins og hann sé að sleppa út úr prísund.

„Ég vil fara aftur að hafa gaman af lífinu. Ég vil verða aftur hinn sami og ég var áður en ég tók að mér þetta starf,“ sagði Magic.Allt fór í rugl hjá Los Angeles Lakers í vetur þegar félagið reyndi að skipta hálfu liðinu til New Orleans Pelicans fyrir Anthony Davis. Ekki einu sinni LeBron James gat kveikt aftur neistann og liðið var ekki lengi að klúðra möguleika sínum á að komast í úrslitakeppnina.

Síðustu fréttir frá Lakers er síðan að það líti ekki vel út með það að LeBron James fái aðra súðerstjörnu til sín og orðspor hans sjálfs og félagsins hafa beðið hnekki.

Lakers liðið vann aðeins 37 leiki í vetur, tveimur leikjum meira en tímavbilið á undan. Félagið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2013.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Rachel Nichols á ESPN tók við Magic í nótt

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.